Hjólhýsaferðir. Eins og margir vita þá bý ég í Danmörk og menningin er allt önnur hérna en á Íslandi.
Við vorum að kynnast alveg nýrri leið til að ferðast.
Við fórum og fengum okkur hjólhýsi og fórum af stað að skoða tjaldstæði hérna í kring, við erum búin að fara eina helgi og prófa.
Það er alveg frábært hvað er gert fyrir börn á þessum stöðum góð leiksvæði og einhvað um að vera. Einnig er frítt í sund og annað sem staðurinn hefur uppá að bjóða ef maður er campari þar. Ég hvet alla sem eru á leið í frí erlendis til að kynna sér svona möguleika, það eru leigð hjólhýsi eða hyttur á flestum þessum stöðum. Hérna er slóð inná http://www.dk-camp.dk/ þar finnur maður miklar uppl. um svona ferðamáta hérna í Danmörk en þetta er örugglega til í hinum norðurlöndonum líka eða jafnvel um allan heim.