Ég fór núna í jan til norge til að fara að vinna en þegar eg var búinn að vera í lillehammer í viku og vera á skíðum og vitleysast eitthvað þá ákvað ég bara að slá þessu upp í kæruleysi og fara sem leið la til austurríkis að hitta þar frænda minn. fór fyrst til Gautaborgar og fór á leik með íslenskalandsliðinu í handbolta. og svo var það bara lestin alla leið til seefeld austria. ferðin tók um 26 tíma með stoppi í Köben. Í seefeld sem er hálftíma frá innsbruck er alveg rosalega fallegt og þar er sko gaman að vera að skíða og djamma geðveikt. En allavega þegar ég var búinn að vera þar í 3 vikur þá nennti ég þessu ekki lengur, orðinn auralítill, tók lest til parísar var þar í 4 daga að skoða París og svo heim. En samt alveg snilldarferð og búinn að kynnast fullt af fólki og ætla að fara aftur þangað einhverntíma. En samt austurríki er alger náttúruperla.