jæja ég fór til Þýskalands í sumar og fyrst tveir dagarir voru helv***.

Fyrst var ruglað sætunum í flugvélinni en annars var það ekkert mikið. Svo þegar við vorum komin á flugvöllinn í Frankfurth þá sem betur fer náðum við öllum fararangrinum snemma en eitt vantaði og það var barnakerran, hún var víst sett á annað færiband…. okei, það er bara allt út í færiböndum hérna en svo fundum við það.
Systir mín var að bíða við færibandið og það var af neðri hæðinni eða færibandið kom upp af neðri hæðinni. Svo þegar helling af hlutum voru komnir sáum við kerruna koma, en auðvitað rakst systir mín óvart í einhvern takka og það lokaðist fyrir og færibandið slokknaði. Eftir 45 langar mínútur náðum við kerrunni og þá leituðum við af útganginum og fundum hann og fórum á bílaleigustaðinn sem er á flugvöllinum og biðum heillengi eftir bílnum. Svo fengum við bílinn og lögðum af stað.


Við vorum að stefna að Herrieden sem er um tvo klukkutíma frá Frankfurth og klukkan var um 15.00. Áður en við komum út úr Frankfurth var geðveik bílaröð og þá hafði vörubíll oltið einhverstaðar 100 km framunda og við vorum sex tíma í bílaröðinni.
Svo villtust við og loksins fundum við (eftir mikla leit) Herrieden og þá var klukkan um 23.30.

Daginn eftir fórum við til Ravensburger sem er frægur bær ( framleiðir bestu púsluspil í heiminum) og allt var lokað og þá er ég að meina ALLT lokað, eina sem var opið voru bensínstöðvar.
Svo komust við að því að það var frídagur kaþólikka… Tilviljun.


En annars er Þýskaland mjög fínt land og rosalega hreint land, öll húsin eru mjög snyrtileg og vel farin. En annars vegar talar enginn ensku. Allan tímann hitti ég aðeins 3 sem töluðu ensku (og ég var á ferð í 3 vikur) : útlending á McDonalds, starfsmann á McDonalds á flugvellinum og ein kona sem við gistum hjá.


Samtals keyrði ég 3 sinnum hringinn í kringum í ísland í 30 stiga hita ( með 2ja ára gömlum bróður mínum).

takk fyrir clara