Mig langar að kynna ykkur fyrirbærið/Leikinn “geocaching”

Á heimasíðunni geocaching.com færðu að vera með í feluleik sem sem þú getur tekið þátt í hvar sem þú ert í heiminum.

Markmið leiksins:
Útivera.
skemmtun.
Leita eða fela

Hvað þarf:
Viðeignandi fatnað
Viðeigandi tíma.
Gps tæki.

Þetta virkar þannig að einhver notandi geocaching hefur falið lítið box (oftast plastbox eða glerbox) Og gefur upp GPS hnitin á síðunni geocaching.com

Þú getur svo farið og leitað að boxinu, skrifað nafnið þitt í gestabók og jafnvel skilið eftir eh sniðugt í boxinu. Það er miðaðvið að þú mátt taka 1 hlut úr boxinu og setja annan hlut í staðin.
Mynd

Í boxinu getur þú fundið sérstök merki eða medalíur sem má þó ekki eiga. Þeta eru "Geocoins“ eða ”Travelbugs" af TravelBug Jeppa

Mynd: http://tinyurl.com/ltgykr - (Þetta travelbug hefur eftil vill ferðast víða)
Mynd: http://tinyurl.com/m8otjc - (Geocoin's er til í mörgum stærðum og gerðum

Ef það er eh af þessu í boxinu væri gott að skrá niður ID númerið á merkinu, og þegar heim er komið getur þú skráð fundinn á www.geocachingcom Stundum eru merkin í ferð sem þú getur aðstoðað það við. T.d eru merki sem eru að reyna að komast á áhveðinn stað og ef þú telur að þú getir aðstoðað með því að koma því áleiðis þá tekuru það með þér, og kemur því fyrir í öðru boxi.

Á reykjavíkursvæðinu eru núþegar tugir boxa og einnig víða um ísland. Þannig að ef GPS tæki er til staðar þá er því ekkert til fyrirstöðu að smella sér á geocaching.com búa til aðgang og byrja að leita.
——————————–