Ótrúlega leiðinlegt að GO skuli vera hætt að fljúga, en þetta var nú ekki alltof ábatasamt hjá þeim seinasta sumar. Ekki bætir úr skák að Flugleiðir geta ráðið flugvallakostnaði hér við land fyrir önnur flugfélög og hagrætt þannig ýmsu fyrir sjálfan sig. Skil ekki af hverju er það ekki í höndum Ríkisins að ákvarða það. Miðað við að ferðamönnum til Íslands hljóta að fækka við þessa breytingu.

Fjölmiðlafulltrúi frá Flugleiðum sagði eitthvað á þessa leið í Ísland í Dag á stöð 2 um daginn, að það kostaði rúmlega 19.000 kr að fljúga til London og þá fyrir námsmenn. Veit ekki hvort það er með eða án flugvallaskatts.

En gallinn er ef farið er með Flugleiðum lenda þeir í Heatrow, miðað við að ef áhugi er að fara áfram, án auka vesens, til Evrópu með GO eða Ryanair sem eru á Stansted flugvelli.
Annars bara skoða bein flug til Evrópuborga og vona það sé heppinlegar staðsetningar.

Svo er aldrei að vita að hið nýja lágjaldaflugfélagið spretti upp á næstunni. Síðast er ég vissi sögðust þeir ætla að byrja fljúga í mars. En ég veit ekki meir, veit raun enginn hverjir standa fyrir þessu. Ef einhver veit það má hann deila það með okkur hér:)