Ryan Giggs telur að Ruud van Nistelrooy gæti orðið einn besti framherji Manchester United.
Hollendingurinn hefur þegar slegið félagsmet hjá United með því að skora í 7 leikjum í röð.
“Ég hef leikið með heimsklassa framherjum á ferlinum, og það er augljóst að Ruud getur borið höfuðið hátt í samanburði við suma af bestu framherjum United seinustu ár.”
“Hann er með kraftinn úr Sparky, boltameðferð Cantona og auga Cole fyrir mörkum.”
“Og þó hann eigi enn langt í land með að skora jafn mörg mörk fyrir félagið og þeir, þá er hann bara 25 ára og á framtíðina fyrir sér. Ef hann heldur svona áfram þá gæti hann toppað þá alla.”
“Frammistaða hans frá því að hann kom hingað er ótrúleg og allir þeir sem efuðust um ákvörðun Sir Alex að borga £20 milljónir fyrir hann, sérstaklega eftir meiðslin, ættu nú að vera hættir að efast. Ég hef heyrt að hann jafni metið fyrir að skora í deildarleikjum í röð ef hann skorar gegn Southampton á sunnudag. Það segir sína sögu að hann sé við að ná því marki strax á fyrstu leiktíðinni sinni með okkur.”
“Það tekur marga leikmenn langan tíma að koma sér fyrir hjá nýju félagi, sérstaklega ef það er í nýju landi, en Ruud komst strax í gang, skoraði gegn Liverpool í góðgerðarskildinum og setti tvö í fyrsta deildarleiknum sínum gegn Fulham. Maður veit að Ruud mun alltaf skapa usla í teignum og ef maður þjónustar hann, a.m.k. eins og er, þá virðist það öruggt að hann hafi betur í baráttunni um boltann við varnarmenn.”
“Það sem ég er hrifnastur af við Ruud er að hann er ekki með neina augljósa eiginleika. Hann er snöggur, nýtir færin sín, nógu sterkur til þess að þola árásir stórvaxinna miðvarða, gáfaður og góður í loftinu.”
“Það er engin stór galli í leik hans. Og það sem er ógnvekjandi fyrir aðra er að líklega fer honum fram þegar hann þroskast.”