…með Iceland Express!

Ég flaug heim til mín til DK í gær og get með sanni sagt að ég ætli aldrei aftur að fljúga með þessu flugfélagi nema að það sé í algjörri neyð!
Ég myndi glöð borga 50 þúsund fyrir farið með Icelandair í staðinn fyrir 30 þúsund með Express!

Ég sendi þeim bréf áðan með ferðasögunni og vildi ég bara gera ykkur smá greiða (því þið hugsanlega munið taka þetta flugfélag til athugunar) og deila því með ykkur.


“Jæja. Til að byrja með vil ég þakka ykkur fyrir góða þjónustu um borð í vélinni miðað við ferðalagið og ástandið.

Ég keypti flug til Billund þann 25 maí og var brottför kl. 16:30 þann 27 maí samkvæmt flugmiðanum mínum.
Ég gekk auðvitað að því vísu að ég væri að fara í beint flug til Billund, þar sem þið auglýsið jú BEINT flug.

Þegar ég ætla svo að athuga með flugið mitt á airport.is kl:13:30 þann 27 maí þá sé ég ekki flugið mitt. Ekkert flug til Billund!!
Jæja. ég hringi þá í ykkur og var mér sagt að mér hefði verið sent SMS um að ég færi 15:30 og það til Köben! SMS sem ég hreinlega fékk ekki. Konan sem ég tala við segir mér þá bara að flýta mér uppá völl en hringir stuttu seinna og segir að hún hafi staðfestingu í tölvunni sinni að ég hafi fengið SMS á laugardaginn.
Ég nennti ekki að rökræða við hana enda átti ég eftir að klára að pakka og þarna var ég í RVK þegar ég átti að vera í innritun.
Ég skil ekki afhverju í ósköpunum þið látið það ykkur nægja að senda SMS? Tilhvers er e-mail?!
Auk þess er ég að borga 30 þúsund og ykkur munar um nokkur símtöl?!

Jæja. ég kem uppá völl og næ í innritun og fæ flugmiða.
Flugið fer kl 15:30. og þess má geta að sökum þess gleymdist mikill hluti farangurs sem ég þarf svo að láta senda mér á móður minnar kostnað!
Þar sem ég missti nú dágóðan tíma og er ekkert á leiðinni heim næsta árið.

Jæja…Ég fer inní vél og á sæti númer 05E.
Við stoppum í Köben og þá kemur fólk og segir mér að ég sé í vitlausu sæti. Ég hélt nú ekki enda var ég nú í vélinni á undan þeim en er þó látin skipta um sæti.
Í stoppinu hafði ég kveikt á símanum og skoðað innboxið á símanum mínum.
Þá áttaði ég mig á því að ég hafði keypt flugið á sunnudegi, svo að starfsmaðurinn sem ég talaði við fyrr um daginn laug því að mér hefðu verið send skilaboð á laugardeginum.
Svo ég spyr, ef þið vissuð af millilendingunni á laugardeginum, og því að fluginu yrði flýtt, afhverju í andskotanum breyttu þið þá ekki áætlununni á netinu?!
Ég borgaði 30 þúsund fyrir þetta flug, bein leið til Billund.
Ef ég átti að hafa fengið þetta SMS á laugardeginum þá hefði flugið mitt ekki átt að kosta nema 20.400 (samkvæmt verðinu sem gefið var upp á laugardaginn, án skatta)

Og ekki nóg með það, heldur varð farangurinn minn eftir í Köben.
Ég vil allaveganna fara fram á að fá þennan 5000 kr í mun eða GÓÐA afsökun fyrir því afhverju þessi starfsmaður laug að mér og afhverju ég var ekki látin vita.
Ég ætlaði að fljúga beint til Billund til að spara tíma. Ég var lent 22:30 á dönskum tíma í gær.
Ég hefði vel getað keypt flug til Köben MUN ódýrara og komið mér svo þaðan og það hefði ekki kostað mig 30 þúsund og engan farangur!

Mér var sagt að farangurinn ætti að koma í dag en ef ekki þá fer ég fram á einhverja greiðslu af ykkar hálfu því allt sem ég á er í þessum töskum!

Ég get svo lofað ykkur því að ef ég fæ ekki einhverjar bætur fyrir þetta hörmulega ferðalag þá verður farið með þetta lengra.

Ég veit líka að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þið gerið þetta og þykir mér það heldur slæmt.

Ég skil vel að óhöpp komi fyrir og að það þurfi að breyta flugum, en þá er lágmark að láta fólkið vita með öðru en SMS, eða allaveganna það.
Ég hefði nú líka haldið að það væri ekki mikið mál að setja bara inn tilkynningu um þetta á airport.is eða allaveganna merkja flugið ”Kaupmannahöfn-Billund“ því þá eru þó meiri líkur á að fólk átti sig á þessu (jafnvel setja inn flugnr sem var og síðan flugnr sem verður!)

Með von um að þið sjáið ykkur nú fært um að breita auglýsingum ykkar og auka upplýsingaflæðið til muna,

Eva Rós Hauth.”Bara svona að miðla reynslunni, sem er bara frekar slæm.
Ég er með allt í töskunum mínum. Ég var að flytja hingað út og er meðal annars með tölvu og fleira verðmætt.
Mér finnst það heldur skítt að hafa ætlað sér að fara með beinu flugi til Billund, og fá svo ekki einu sinni farangurinn sinn alla leið!

Ég ætla rétt að vona það að ef aðrir hafa lent í þessu að þeir sendi þeim líka bréf….!

Með von um góð flug í sumar - EvaOfur<3
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"