Tyrklandfsörin mín  - menningarsjokk Í nóvember í fyrra fór ég með skólanum mínum til Tyrklands. Þessi för var í tilefni af Evrópusamstarfsverkefni á milli nokkurra skóla í Evrópu : Íslandi, Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki og Tyrklandi. Vorið áður hafði ráðstefnan verið haldin á Íslandi og nú var komið að Tyrkjum. Í okkar tilfelli var það þannig að þeir sem koma vildu með skrifuðu ritgerðir og svo voru bestu ritgerðirnar valdar og þeir sem gerðu þær fengu að koma með. Við vorum fjórir nemendur og tveir kennarar. Ég var svo heppin að vera eina stelpan í hópnum… ehe.

Við lögðum af stað til London Gatwick um hádegisbilið og lentum um 3 leytið á Gatwick. Þaðan fórum við á Springwood guesthouse *enskur hreimur dauðans* og komum okkur fyrir. Þess má til gamans geta að ég var ein í herbergi en kennararnir og strákarnir (allt karlkyns) vou saman fimm í herbergi, ég get ekki sagt að ég hafi kvartað.
Við tókum lest til London og fengum okkur að borða, skoðuðum höllina o.s.fv.
Kl 6 um morguninn lögðum við af stað aftur til Gatwick. Við fórum með ömurlegri Thomas Cook flugvél þar sem plássið var sama og ekkert. Ég er nú ekki hávaxin manneskja eða lappastór en samt var sætið fyrir framan mig alveg upp að hnjánum á mér. Þetta var óþægilegasta flug sem ég hef farið í og til að toppa allt var það 5 tímar.

Þegar við komumst loksins út af flugvellinum tók við 6 tíma yndisleg mini rútu ferð til Aksaray. Þýskararnir slógust í för með okkur í Antalya og við lögðum af stað til Aksaray. Hægt er að fullyrða að þetta hafi verið spes rútuferð. Í fyrsta lagi þá óttaðist ég um líf mitt þar sem rútubílstjórinn keyrði á 120+ alla leiðina. Í öðru lagi þá talaði rútubílsjórinn ekki ensku þannig að öll samskipti voru frekar stirð “When do we arrive to Aksaray?” “ürgup sud lupsjs ljflsdjfk” “Yes…. ok” . Í þriðja lagi þá reykti hann alla leiðina og í fjórða lagi þá hljómaði vafasöm tyrknesk tónlist í eyrum okkar alla leiðina, mér fannst ég vera að hlusta á sama lagið allann tímann. Þetta var nú samt hin ágætasta ferð. Það var kolniðamyrkur nær alla leiðina þannig maður sá voða lítið fyrir utan allar þær 500 mismunandi bensínstöðvar sem voru á leiðinni. En við hlógum mikið.
Við komum til Aksaray seint um kvöldið, en Aksaray er um 100.000 manna bær (smábær á þeirra mælikvarða) og þar koma ekki margir túristar þannig að maður fékk tyrkneskt samfélag í æð þarna. Þar tóku host – fjölskyldurnar á móti okkur. Ég verð að viðurkenna að ég var frekar stressuð. Ég fór heim til host fjölskyldunnar minnar sem var hið yndislegasta fólk, þótt ég skyldi þau nú lítið sem ekkert. Stelpan, sem var jafngömul mér, kunni afskaplega lítið í ensku og voru samskiptin aðallega stikkorð og endalaus vandræðaleg bros. Þau áttu heima í blokk sem var skær bleik, appelsínugul og rauð. Já, það er hægt að fullyrða að tyrkir séu fyrir æpandi liti. Ég fékk voða fínt sér herbergi.

Daginn eftir fór ég og host stelpan í skólann, Aksaray High School. Þar fékk ég menningarsjokk dauðans. Ég labbaði inn í skólastofunna hennar og þar tóku á móti mér 30 brjálaðir Tyrkir. Ég hélt að þau hefðu aldrei séð útlending fyrr. Allir vildu tala við mig, allir vildu bjóða mig velkomna og kyssa mig á báðar kinnar og allir kepptust við að segja mér hvað ég væri með falleg augu. Ég var vægast sagt vandræðaleg.. enda allt annað en maður á að venjast hérna á Íslandi. Það voru allir ofur ofur ofur friendly og frekar ofvirkir. Ég var afskaplega fegin þegar annar Íslendingur kom inn í stofuna. Honum leið greinilega eins og mér. Það hópuðust svona 10 Tyrkir í kringum okkur og spurðu okkur stanslaust “you like Turkey?”
Stuttu eftir þetta komu frímínútur.. sem betur fer. Þar hitti ég alla hina Íslendingana og krakkana frá hinum löndunum. Það sem var frábært við þessa ferð var hvað allir náðu vel saman strax frá fyrsta degi.

Eftir um 15 mín frímínútur hringdi bjallann inn. Mér til mikillar undrunar var bjallan jólalag, nánar tiltekið Jingle balls. Tyrkir eru múslimar og fannst mér vægast sagt skrítið að þeir höfðu vestrænt jólalag sem bjöllu í skólanum þeirra. Ég spurði Tyrkina út í þetta og komst að því að þeir höfðu ekki hugmynd um að þetta sé frægt jólalag hehe : )
Eftir frímínúturnar var okkur öllum safnað saman inn í litla sjoppu sem var á skólalóðinni og allt í einu fór einhver voða tyrknesk tónlist í gang og allir Tyrkirnir byrjuðu að dansa. Við útlendingarnir vissum nú ekki alveg hvernig við ættum að haga okkur, en Tyrkirnir vildi endilega að við dönsuðum með þeim.. svo við gerðum það bara.
Ég komst fljótlega að því að ég hafi verið mjög heppin með fjölskyldu, hún var greinilega rík en ég var það heppin að búa við venjulegt klósett og venjulega sturtu, enda var þessi íbúð mjög flott. Flestir hinir útlendingarnir voru ekki svona heppnir. Þeir voru með típísk tyrknesk “holuklósett” þar sem maður þurfti að gera stykkin sín krjúpandi og sturtan þeirra var stór fata með vatni í sem þau þurftu svo bara að ausa yfir sig með skál. Vá hvað ég taldi mig vera heppna. Sem betur fer þurfti ég ekki svo oft að láta mig hafa það að fara á holuklósett. Frekar reyndi ég að halda í mér þangað til ég kom heim.

Þegar ég kom “heim” um eftirmiðdaginn var mamman á heimilinu búin að taka til í herberginu mínu, raða dótinu og búa um rúmið og svona. Get ekki sagt annað en að það hafi verið ágætt. Hún hafði komist að því að ég reykti, en reykingarmenning í Tyrklandi er allt önnur en í vestrænum löndum, þannig hún var búin að setja öskubakka hjá mér og allt! Í Tyrklandi er allstaðar reykt. Í kjörbúðum, tækjabúðum, börum, strætó, bíó.. allsstaðar.
Um kvöldið hitti ég ömmuna. Hún bjó á hæðinni fyrir neðan. Hún ætlaði ekki að hætta að knúsa mig og táraðist meira að segja þegar hún sá mig. Host stelpan mín sagði að hún hefði aldrei áður hitt útlending og fannst svo gaman að sjá svona ljósa manneskju, samt er ég dökkhærð með dökk græn augu. Þetta var voða sætt.

Daginn eftir fór ég aftur í skólann. Ég og Tudy frá Frakklandi, en við urðum mjög góðir vinir og töluðum svona mest saman, ásamt tvem tyrkneskum stelpum fórum rúnt um skólastofur og þar var okkur stillt upp til sýnis fyrir framan helling af tyrkneskum krökkum og svo fengu þeir að spurja okkur spurninga. Fæstir þarna kunnu ensku þannig að stelpurnar þurftu að þýða spurningarnar og þær voru ekki einu sinni góðar í ensku.. þannig þetta varð frekar skrautlegt. :)
Eftir það löbbuðum við með Tyrkjunum um bæinn. Um kvöldið fórum við svo á einhvern bar þar sem var mikið dansað. Mjög gaman.

Næsta dag fórum við í skólann eins og alltaf. Eftir það héldum við kynningu á niðurstöðum okkar um verkefni sem bekkurinn minn í ensku þurftu að gera áður en við fórum til Tyrklands. Það tók þó nokkurn tíma og var, ef ég á að vera hreinskilin, frekar leiðinlegt.
Þegar ég kom heim var matur. Mamman á heimilinu, Fatima, bjó alltaf til matinn, við fengum alltaf fullan disk af góðum mat á morgnana, hún raðaði öllu voða fínt á diskinn og ummmm hún gerði svo gott salat með öllum mat og bakaði æðislegt brauð. Kvöldið áður hafði ég asnast til að minnast á það að Íslendingar borðuðu mikinn fisk, þannig að auðvitað hafði yndið hún Fatima keypt fisk handa útlendingum. Þetta var svo ógeðslegur fiskur að ég kúgaðist næstum, en lét mig hafa það að borða pínu af honum fyrst hún ætlaði að vera svona góð og gefa greyið Íslendingnum fisk.

Eftir matinn voru þau svo góð að fara með mig á netcafé svo ég gæti haft samband við umheiminn :) Svo vildu þau endilega fara með mig til ættingja sinna. Það var mjög spes. Konurnar voru allar í einu herbergi og karlarnir í öðru herbergi. Einn ættingi þeirra kunni meira að segja pínu í ensku. Hún spurði mig hvort það væru margir eskimóar á Íslandi haha, krúttið. Það er mjög mikil te menning í Tyrklandi. Te er drukkið í tíma og ótíma og í mjög spes, tyrkneskum teglösum sem eru mjög flott. http://www.allaboutturkey.com/pic/teaglas1.jpg Svona líta þau út. Ekki má gleyma því að þau settu alltaf svona 2 sykurmola með. Ég sá þá aldrei setja mjólk í teið. Ég sá nú bara aldrei mjólk þarna yfirhöfuð. Þetta var reyndar hið ágætasta te og drakk ég svolítið af því þarna.
Vatnið þarna var ógeðslegt. Ég passaði mig alltaf á að eiga vatnsflöskur þarna og drakk bara einu sinni nokkra sopa af tyrknesku vatni.

Næsta dagur var mjög skemmtilegur. Hann byrjaði, eins og venjulega, á því að við fórum í skólann. En svo fórum við í svona túristaferð. Við skoðuðum gamalt þrop sem byggt var í kletta. Þar gátum við labbað upp í og um þorpið í klettunum, það var vægast sagt magnað. Það eru ekki nema 150 ár síðan búið var þarna. Einnig skoðum við fallegan dal, fórum í outdoor museum þar sem voru líka svona klettaþorp. Svo fórum við í “underground city” en það var þorp neðanjarðar á 5 hæðum. Við borðuðum svo á voða fancy veitingastað og þar var venjulegt klósett! :)

Seinasta daginn var svo ráðstefnan. Þar var kynning á næsta áfangatað ráðstefnunnar, Þýskaland, og rætt var um umfangsefni sem ætti að vera á þeirri ráðstefnu o.s.fv. Eftir það kvöddum við fjölskyldurnar. Fjölskyldan mín gaf mér nokkrar sætar gjafir. Þ.á.m skærbleikt sjal með loðnum dúskum á, mér fannst það voða fyndið.
Eftir tár og knús lögðum við Íslendingarnir og Þýskararnir af stað í 6 tíma ferð til Antalya. Við komum ekki svo seint til Antalya. Við fórum á hótelið Marmara og droppuðum töskunum okkar og fórum svo á ristastóran og skemmtilegann markað með helling af fake vörum.

Þótt þetta hafi verið alveg ótrúlega skemmtileg ferð en ég kynntist helling af yndislegu fólki og lærði mikið, að þá hef ég aldrei verið jafn glöð að komast heim til Íslands áður. Losna við menguninna í lungunum og skítnum í nösunum og komast til hreina og fína Íslands.
Mér finnst ég hafa verið mjög heppin að fá að hafa upplifað þetta og að mörgu leyti var þetta þroskandi. En guð minn góður hvað ást mín á Íslandi tvöfaldaðist við þessa ferð og ég virkilega sá hvað ég og við Íslendingar höfum það í raun gott.

Myndir frá ferðinni : http://liljas.photoape.com/album/index.cfm?albumID=7741
./hundar