Grand Hótel Reykjavík

Grand hótel reykjavík var byggt árið 1987 og er “fyrsta flokks” ráðstefnuhótel með 4 stjörnur. Hótelið sjálft hefur 314 herbergi á 14 hæðum. Hótelið er með 13 ráðstefnusali sem taka rúmlega 6-470 manns. Stærsti ráðstefnusalurinn á hótelin heitir “Gullteigur” og á að geta rúmað 470 manns í sæti.
Einnig er hótelið með veitingastað sem ber nafnið “Brasserie Grand.”
Sjálfur verð ég að játa að ég hef enga reynslu af þessu hóteli og hef aldrei gist þar né borðað þar og held ég hafi ekki farið þangað á ævi minni þannig ekki taka þessu sem heilögum sannleika.

Gisting
Herbergin á hótelinu má flokka í 5 flokka:

• Executive Junior Svíta
• Executive eins manns herbergi
• Executive tveggja manna herbergi
• Tveggja manna
• Eins manns herbergi

Executive junior svítan kostar í dag(18.sept) 24.300 krónur.
Executive eins manns herbergi kostar í dag(18.sept) 13.500 krónur.
Executive tveggja manna herbergi kostar í dag(18.sept) 16.700 krónur.

Öllum þessum executive fylgir baðkar, sturtuklefi, sjónvarp, útvarp, sími, minibar, kaffi og te sett, straujárn og borð, öryggishólf og þráðlaust internet.

Tveggja manna herbergi er rúmlega 25 fermetrar að stærð og kostar í dag(18.sept) 15.100 krónur. Í þessum herbergjum er líka hægt að velja um þrjár tegundir af rúmum. Kingsize, queensize eða tvö eins manna rúm.
Eins manns herbergi er rúmlega 16 fermetrar að stærð og kostar í dag(18.sept) 12.100 krónur. Rúmið í herberginu er 130cm breiðu rúmi.

Þessum herbergjum fylgja: Baðkar, Sturta, Sjónvarp, Úvarp, Sími, Minibar, Kaffisett, Buxnapressa og Öryggishólf.

Brasserie Grand

Brasserie Grand er veitingastaður hótelsins og er fyrsta flokks “a la carte”(franska fyrir “frá matseðli”) veitingastaður. Þar er mjög fjölbreyttur matseðill þó að mikið beri fyrir sjávarréttum. T.d. er á matseðlinum: skötuselur, íslenskur lax, íslenskur humar og saltfiskur. Þeir segja vínseðilinn vera mjög fjölbreyttan með mikið úrval erlendra vína. Mér fannst vínlistinn ekkert svo góður. Þetta er allt góð vín en engin vín sem skara framúr eða eru mjög vel þekkt. Ég vil samt undirstrika það að þessi vín eru samt sem áður góð og ekkert slæm. Þau bara skara ekki framúr.

Lokaorð

Ég ákvað að skoða umsagnir um hótelið á netinu og komst að því að það helsta sem fólk kvartaði undan var þjónustan því annaðhvort var starfsfólkið of ungt og óreynd til að vita hvernig ætti að sinna þessu. Eða það að það vantaði starfsfólk. Einnig las ég að mikið væri verið að kvarta undan hávaða vegna byggingu nýbyggingarinnar sem er lokið núna þannig engar þannig kvartanir ættu að vera á leiðinni.