Nýja Sjáland Hæhæ
Ég hef núna verið búsettur á Nýja Sjálandi í 8 mánuði og mig langaði svona bara aðeins að vekja áhuga fólks á þessu frábæra landi.

En hvar á að byrja, mér finst þetta bara vera það frábærasta sem ég hef nokkrntíman gert og þó þetta dæmi hafi kostað mig alveg heilan helling af aur þá er ekki neitt sem getur komið uppá sem lætur mig sjá eftir þessu!

EN SVONA BARA TIL AÐ BYRJA Á FORMSATRIÐUM ÞÁ EF ÞÚ HEFUR ÁHUGA Á ÞVÍ AÐ FARA TIL NZ ÞÁ ÁTTU AÐ FARA Á TÍMANUM FRÁ BYRJUN JANÚAR TIL ENDA MARS, ÞÁ ER SUMAR OG MASSA VEÐUR!!!

Allavegana, best kanski bara að byrja á ferðasöguni minni.

Þetta byrjaði allt með því að ég áhvað að fara sem skiftinemi í gegnum skólan minn í Danmörku hingað til Nýja Sjálands.
Ég þurfti auðvitað að sækja um tilskilin leyfi og það tók sinn tíma því að þegar ég var að sækja um “student visa” þá var vegabréfunum minum stolið og ég fékk ekki ný vegabréf fyrr en mánuði fyrir brottför og afgreiðslu tími vegabréfana er 6 vikur í sendiráði NZ í London!
En þá var mér bennt á að hafa samband við sendiráðið í Haag í Hollandi og þeir afgreiddu málið á no time og ég fékk vegabréfin tilbaka 9 dögum eftir að ég sendi þau þangað!

flugmiðar til NZ þurfa alsekki að kosta mikið, ferð fram og tilbaka getur farið allt niður í 60 þús frá London en þá þarf maður auðvitað að vera staðsettur þar eða að koma sér þangað…
Allavegana þá er http://www.ebookers.com/ mjög góður staður til að versla ódýr flug.

En já svo var farið af stað, fórum til London og vorum þar eina helgi áður en flogið var af stað til Hong Kong, það var lítið 12,5 tíma flug og var maður ekkert smá feginn pásuni í þessa 8 tíma sem við vorum í Hong Kong, skruppum út og skoðuðum borgina aðeins og svo áfram með smjörið.
Það er auðvitað hægt að fara eitthvert annað og stoppa í lengri tíma líka, svona til að gera ferðina til NZ að ferðalagi líka…

Svo frá Hong Kong var annað langt flug eða rétt tæpir 12 tímar, það versta þar var að ég náði ekki að sofna og var því vakandi næstum allan tíman og sá t.d. Pirates of the Carabian Dead mens chest næstum 3 sinnum í fluginu…

Ég mæli með svefntöflum eða einhverju álíka í svona löng flug!!!

Svo var komið til NZ og eftir svona ferð þarf maður egilega 2 til 3 daga af afslöppun til að jafna sig á ferðini svo að ferð til NZ ætti ekki að vera styttri en 4 vikur allavegana!

Allavegana, þegar við áttum frí þar sem við vorum að vinna þá fórum við eitthvað að gera eitthvað skemmtilegt því bærinn sem við búum í er leiðinlegur!!! Aldrei búa í Hamilton!!!
Best að búa í einhverjum strand bæ, Tauranga er góður staður til dæmis…

En jamm, að fara á ströndina er frábært hérna á flestum stöðum, það er mikið um náttúru fegurð, góðar gönguleiðir fyrir þá sem fíla svoleiðis og annað þvíumlíkt.
Svo er þetta blessaða land paradís adrenalín fíkilsins og bara endalaust mikið annað hægt að gera líka!!!
Hérna er ég búinn að fara í fallhlífastökk, tegjustökk, The Zorb, Sky jump, Rallý akstur, Torfæru hjól, Skytterí, Kafa, Sjóskíði, Hanga utan á báti í neti á fullri ferð, Synda með höfrungum, hvalaskoðun, Kletta klifur, fara í Hobbita bæinn, River Rafting, Cave rafting, Fékk mér að sjálfsögðu Tattoo, fara á landsleik í Rugby og spila Rugby og fara í loftbelgs ferð…
Það er svona c.a. allt sem ég er búinn að gera hérna á þessum tíma sem ég hef verið hérna, held ég sé ekki að gleyma neinu…

En allavegana, ef þú hefur áhuga á því að koma hingað þá verðuru að fara á suðureyjuna, það líkist svolítið Íslandi nema það er miklu meiri gróður samt…
Líka ef þú vilt gera allt það sem þú hefur áhuga á að gera hérna þá mæli ég með að hafa nokkra þúsundkallana í vasanum til að hafa efni á þessu, því þó það sé ódýrt að búa hérna þá er allt þetta skemmtilega dót frekar dýrt!!!

http://www.newzealand.com/travel/Australia/

Þetta er besta síða til að plana ferðalag á Nýja Sjálandi, þarna eru öll bestu fyrirtækin sem sjá um allt sem hugurin girnist, gistingu, afþregingu og sollis, það er bara spurning hvar það er í landinu…

Ef þú vilt vita eitthvað meira þá bara senda línu…

Cheers mate