Ítalíuferð Í sumar fór ég til Ítalíu með fjölskyldunni minni. Við flugum til Mílanó en þaðan tókum við bílaleigubíl og keyrðum til Genóva. Þar sáum við skip Kólumbusar, það var ótrúleg sjón, ekkert smá flott skip! Við vorum búin að keyra heila nótt og þar sem þetta var í ágúst þá var mjög erfitt að fá gistingu á hótelum þar sem að flestir Ítalir ferðast í ágúst, þá ákváðum við að keyra í smábæ rétt fyrir utan Genóva og lögðumst á ströndina til að leggja okkur.


Þaðan keyrðum við í einhvern snobbaðan smábæ og fengum gistingu á hóteli, öllum til mikillar ánægju. Þaðan var ferðinni heitið til Pisa og auðvitað kíktum við á skakkaturninn. Erfitt var einnig að fá gistingu þar, við fórum á 5 hótel en ekkert gekk, þangað til að við rákumst á lítið gistiheimili, en það bar ekki mikið á því, fyrst héldum við að þetta væri veitingastaður. Konan sem rak heimilið sagði okkur að þetta hefði einu sinni verið veitingastaður sem seldi mömmumat (þetta var svona ekta mamamia :)). En svo breytti hún og maðurinn hennar veitingastaðnum í gistiheimili, aðallega fyrir kennara sem starfa í háskólanum í sömu götu. Gistiheimilið var tómt, og við spurðum hvers vegna því þetta er mjög flott gistiheimili og snyrtilegt, með öllum þægindum og baðherbergi í hverju svefnherbergi og hún sagði að það væri vegna þess að túristarnir finna hana aldrei, ítalirnir finna hana en mjög sjaldan kemur það fyrir að útlendingar finni staðinn en þegar þeir koma þá dekrar hún sko við þá, enda var dekrað við okkur og þetta var alveg frábær fjölskylda sem sá um heimilið. Ég er með heimilisfangið ef einhver vill :)


En allavega, næst fórum við til Flórens og keyrðum við til að komast þangað í gegnum Toscana og það er alveg ótrúleg sjón, ótrúlega fallegt þar. Í Flórens var 43 stiga hiti þegar við komum en því miður gátum við ekki verið þar eins lengi og við vildum vera, því flugið heim var morgunin eftir, við skoðuðum Michelangelotorgið og miðbæinn. Mæli með Flórens. Um nóttina keyrðum við aftur til Mílanó og flugum heim um morgunin, allir voru orðnir dofnir af þreytu og steinsváfu alla leiðina heim.
Þessi ferð var frábær, hún var ákveðin sama dag og við flugum út, reyndar var hún of stutt eða aðeins 5 dagar frá föstudegi til miðvikudags, en við náðum að gera ótrúlega margt á svo stuttum tíma.


Ég mæli eindregið með svona óskipulögðum ferðum út í bláinn með bílaleigu bíl.
öhhh…