Hver er ykkar uppáhaldsstaður hér á landi ???
Þá á ég við um stað þar sem ykkur þykir fallegt, finnst gaman að vera o.s.fr.
Uppáhaldsstaðurinn minn er Þórsmörk og eru margar ástæður afhverju. T.d. finnst mér Básar alveg inndislegir, það er frábært landslag þarna, góðar gönguleiðir fyrir þá sem vilja (því miður er ég ekki alveg nógu öflugur á þessu sviði :]) og margt margt fleira. Ég hef farið örugglega oftar en 50 sinnum þangað, oftast frá 1-7 ára aldri en núna seinni ár fer ég samt alltaf reglulega.
Það er bara eitthvað við Þórsmörk sem heillar mig gjörsamlega, allt svo frábært og ekki skemmir að maður kannast stundum við skálaverðina gegnum foreldrana.
En allavega þá ættu allir sem ekki hafa farið til Þórsmerkur (örugglega fáir) að drífa sig þangað og síðan ættu auðvitað þeir sem vilja fara í gönguferðir að fara þangað.
Síðan má ekki gleyma kvöldunum. Oft getur nefnilega skálinn eða tjaldið við Bása orðið að skemmtilegasta skemmtistað, margir búnir að bragða smá vín og allir syngjandi jafnt ungir sem aldnir.
Kv, Steini