Ég er ein af hinum fjölmörgu íslendingum sem flykkjast í förmum á hina ódýru sumarparadís Búlgaríu og ó mæ god ekki var þetta alveg eins og í bæklingunum….Reyndar var ég í góðra vina hópi og það skipti öllu máli en umhverfið var alls ekki hið besta. Góða og vel skipulagða þjónustu var erfitt að fá. Búlgarar reyndu iðullega að snuða mig ef ég fylgdist ekki vel með og voru SJÚKIR í þjórfé. Þeir spurðu mig jafnvel stundum hvort ég vildi afganginn! Ég sem reyni alltaf að vera kurteis stóð sjálfa mig að því að hreyta í fólkið í landinu í lok ferðarinnar en var það vegna uppsafnaðrar streitu og pirrings gagnvart þeim.
Einn á staðnum fékk sprautunál í hælinn á BLAKVELLI sem gæti nú alveg gerst allstaðar og þrír voru fluttir meðvitundarlausir af hótelinu sínu vegna eitrunar af völdum skordýraeiturs. Annað par þurfti að flýja herbergi sitt vegna leka í lofti og ég veit um ein hjón sem sóttu um að fara heim fyr og þetta var allt á fjögra stjörnu hótelum. Að fara á salerni er einnig vandasamt mál því útvaldar konur gæta salernanna og það þarf að greiða 50 cent fyrir hverja klósettferð. Líka á veitingastöðum. Maturinn var “la-la” en skárstur á erlendum veitingastöðum eins og indverskum (Taj Mahal) eða td. einum líbönskum stað, Bagdad, (lélég þjónusta þó) þar sem ég fékk heimsins besta kaffi en þarna er fátt annað en Nescafé sem er alveg ótrúlegt. Því miður fékk ég ekki tækifæri til að smakka nautasteikina. Á heildina var þetta hin ljúfasta ferð, 200 króna kokteilum var sturtað í sig sem hafði náttúrulega sín áhrif og ófáir fóru halloka vegna þess. Ég hætti mér ekki í sjóinn (Svartahaf) þar sem hann var gruggugur og grænn og fullur af marglyttum. Svo þegar félagar mínir tóku myndir af snákum í sjónum ákvað ég endanlega að þetta væri ekki fyrir minn smekk. Auðvitað er gott að fara til útlanda fyrir lítinn pening og geta farið út að borða á hverju kvöldi fyrir 1500 kall með öllu. En mér finnst það ekki þess virði þegar maður er ekki ánægður. Fjögurra stjörnu hótel er það ekki þarna úti á mælikvarða flestra íslendinga sem spara lítið við sig þegar þeir fara erlendis á annað borð. Þarna er fáum hægt að treysta og ekki einu sinni verslununum því þær selja ekkert nema eftirlíkingar á merkjavörum sem við íslendingar kolféllum fyrir….. en varan entist því miður fáum út ferðina eða gallar komu í ljós þegar heim var komið.
Mig langaði svo innilega að tjá mig um þessa ferð því ég hef ferðast víða innan Evrópu og alltaf verið ánægð. Auðvitað á Búlgaría langt í land þegar kemur að öllu mögulegu og er heldur ekki alslæm en ég varð samt fyrir vonbrigðum og myndi aldrei taka börn eða fjölskyldu þangað út. Eins og ég segi ég var heppin að vera í góðum vinahópi.