Bróðir minn átti hugmyndina og eftir nokkura daga umhugsun ákvað ég að þetta gæti verið skemmtilegt. Málið er að ég bý í Malmö sem er alveg í suður Svíþjóð. Svo á ég hús á eyju sem er í eystrasaltinu fyrir utan Svíþjóð sem heitir Gotland. Þetta er einn þekktasti ferðamannastaður svía og ég og mín fjölskylda höfum farið þarna nánast hvert einasta ár. Þegar við bjuggum á Íslandi var auðvitað ekki hægt að gera neitt annað en að fljúga til Stokkhólmar og fara annaðhvort með ferju eða flugvél þaðan. Núna þegar við búum í Svíþjóð gátum við gert það sem að bróðir minn stakk uppá - hjóla þangað!!
Þá verður maður að hjóla að litlum bæ sem að heitir Oskarshamn og er á austurströnd Svíþjóðar. Þaðan fer ferjan beint yfir til Gotlands. Að sjálfsögðu gátum við ekki farið beint eftir hraðbrautinni en ef maður gerir það þá eru um það bil 320 kílótmetrar til Oskarshamn frá Malmö. Við keyptum bók og kort sem að sýnir sérstaka hjólaleið sem að fer í gegnum alla Svíþjóð. Hjólaleiðin fer ekki til Malmö en hún fer í gegnum Oskarshamn og þess vegna þurftum við bara að hjóla útá hana og svo hjóla eftir henni. Því miður litum við á þessa ferð úr tveimur áttum. Bróðir mínum langaði að slaka á og hjóla mjög hægt. Mér langaði mest að drífa í þessu og slá met. En þannig er ég bara!!
Á fyrsta deginum hjóluðum við þvert í gegnum Skåne sem er syðsti partur Svíþjóðar. Það voru um það bil 100 kílómetrar og við gistum í litlum hafnarbæ sem heitir Åhus. Við gistum ekki á tjaldstæði heldur fundum okkur stað beint fyrir framan ströndina þannig að þegar við vöknuðum daginn eftir og opnuðum tjaldið sáum við sjóinn. Við lögðum snemma af stað en tókum því samt mjög rólega á þessum degi (bróðir minn vann þennan dag). Við hjóluðum aðeins um 70 kílómetra þrátt fyrir að við hjóluðum frá klukkan 09:00 til 22:00. Við gistum svo á tjaldstæði við litla höfn á milli bæjana Karlshamn og Rönneby. Næsta dag lögðum við að stað klukkan ca 9 og hjóluðum af stað. Þennan dag tókum við því líka mjög rólega og komumst ekki lengra en 70 kílómetra þótt að við hjóluðum allan daginn. Við gistum fyrir utan borgina Karlskrona. Bróðir minn sagði þetta kvöld að ég mætti ráða næsta dag og við gætum hjólað mjög hratt. Það sem að ég tók eftir var að þessi hjólaleið var bara einhver krókaleið og ég vildi bara hjóla sem beinustu leið þannig við hjóluðum á stórum vegum (einu sinni breittist vegurinn meira að segja í hraðbraut og við þurftum að hjóla á hraðbrautinni þangað til við gátum beigt af veginum!). Þetta var frábært og við hjóluðum líka mjög hratt þennan dag. Klukkan 19:00 vorum við komnir að borginni Kalmar og hún liggur um það bil 120 kílómetrum frá Karlskrona. Við vorum mjög ánægðir og náðum meira að segja að hjóla 10 kílómetra í viðbót að tjaldstæði fyrir utan Kalmar. Það voru bara 80 kílómetrar eftir að Oskarshamn og þá hjóluðum við léttlilega næsta dag. Við vissum að það færu tvær ferjum á hverjum degi - ein klukkan 15:00 og ein klukkan 21:00. Við vorum komnir að Oskarshamn klukkan 14:30 en það var uppselt í ferjuna klukkan þrjú. Við keyptum þess vegna miða í ferjuna klukkan 21:00 og gátum gengið um Oskarshamn allan daginn. Það voru samt um það bil 60 kílómetrar eftir að hjóla þegar við vorum komnir til Gotlands og það hjóluðum við klukkan 2 um nóttina :S.

Virkilega skemmtileg ferð sem kom mér í form aftur og virkilega skemmtileg upplifun. Ég mæli með svona hjólaferð!!