Sumarskóli í Englandi - 2004 Góðan daginn.

Jæja, þann 6.júní er komið ár síðan að ég og vinkona mín fórum til England í skóla.
Markmiðið var ekki beint að fara til Englands til að læra ensku, þar sem að við erum báðar þokkalegar í ensku.

Við fórum semsagt með flugi að morgni 6.júní. Vorum ekkert búnar að sofa í sólahring og alveg dauðþreyttar.
Þegar við lentum fengum við aðstoð frá flugfreyju til að finna farangurinn okkar (vorum náttúrlega ekki með foreldra).
Einhver bilun var og farangurinn kom ekki fyrr en svona klukkutíma seinna og þegar við loksins komumst út og fundum konuna sem átti að ná í okkur þá var hún búin að hringja í allskonar fólk og var orðin mjög áhyggjufull.
Það var hádegi og hún átti eftir að sækja fleiri krakka þannig að hún fór með okkur í búð og keypti mat handa okkur.
Svo náðum við í fleiri krakka á flugvöllinn, en því miður týndist einn þeirra og hún leitaði af honum í tvo klukkutíma!

Svo var stefnan tekin á Brighton, bæinn sem við áttum að búa í. Hún skutlaði okkur tvem fyrst til fjölskyldunnar okkar.
Mjög frábær fjölskylda og við söknum hennar mikið þó svo að krakkarnir hafi stundum gert okkur frekar pirraðar.
Við vorum komnar til Brighton um kvöldmatarleytið þannig og eftir að ‘mamman’ sýndi okkur nágrennið fórum við bara beint að sofa.

Morguninn eftir var fyrsti skóladagurinn.
Einhver misskilningur var með strætóferðir fyrstu vikuna og konan (Andrea) sendi okkur alltaf hálftíma of snemma af stað.
Fyrsti dagurinn gekk heldur ekkert of vel, vegna þess að við fórum út á vitlausum stað og vissum ekkert hvar við vorum.
Vorum á rölti í einn og hálfan tíma þegar við loksins fundum skólann (sem var bara einni götu neðar en við höfðum farið út).
Við komum rétt fyrir frímínútur og notuðum þann tíma til að taka stöðupróf svo að hægt væri að flokka okkur í hópa.
Við lentum í B hóp, ásamt einni franskri stelpu, tvem rússnenskum, einni frá Hvíta-Rússlandi og einni frá Tékklandi.
Skólinn var frá hálf níu til tólf og svo var tveggja tíma frítími.

Klukkan tvö voru svo ferðir með skólanum, á söfn, í sund, í garða, tennis, kastala og þess háttar.
Sá tími var bara notaður til gamans og til að fræða okkur um hvernig Englendingar höfðu það.
Þessi tími var oftast búinn um svona fjögur leytið og samkvæmt tímatöflu skólans átti að vera kvöldmatur hjá fjölskyldum klukkan sex.
Sem betur fer vorum við hjá fjölskyldu sem leyfði okkur að vera svolítið frjálsar þannig að ef við létum hana vita þá máttum við borða niðri í bæ.
Klukkan sjö var síðan aftur tími með skólanum, keila, bíó, tívolí, leiklist og þessháttar.

Við vinkonurnar notuðum mikinn tíma í að fara í tívolíið og labba um bæinn, enda margt að sjá og gera.
Svo var líka strönd þarna en við komumst aldrei í það að fara á ströndina.
Hitinn var yfir 25°c allan tímann.

Á laugardeginum fórum við svo til London með skólanum. Tókum lestina og löbbuðum svo aðeins.
Fórum að Buckingham Palace og sáum m.a. drottninguna. Það var greinilega eitthvað í gangi því að það var fullt af fólki þarna.
Löbbuðum svo að Big Ben og að Trafalgar Square.
Þar var okkur skipt í tvo hópa, þeir sem vildu fara í skoðunarferð um merkilega staði og þeir sem vildu skoða sjálfir.
Við völdum að skoða sjálfar og fórum að Leicester Square og skoðuðum í búðum þar í kring.

Þegar við áttum síðan að hittast og fara heim komumst við að því að einn strákur var týndur. Japanskur strákur sem var þarna með systur sinni og kunni ekki stakt orð í ensku. Gat ekki spurt neinn í kringum sig.
Við fórum til Brighton en einn kennarinn og systir hans urðu eftir til að leita að honum.
Hann fannst svo þegar við vorum loksins komin til Brighton.

Lestarferðin var mjög skemmtileg. Það voru 3 aðrir íslendingar þarna og nokkrir Rússar sem sátu hjá okkur. Einn Rússinn og einn íslendingurinn voru að tala saman … á sitt hvoru tungumálinu.
Fólkið sem sat þarna í kringum okkur horfði á okkur eins og við værum eitthvað skrítin þegar við töluðum og bulluðm á íslensku og hlógum svo ekkert smá.

Við vorum með tvo kennara, Dan og Maxime.
Dan hætti, eða fór í sumarfrí, eftir fyrstu vikuna okkar. Hann var frábær kennari og við söknuðum hans allar, hehe ;)
Í seinni vikunni kom nýr kennari, Kevin.
Hann var ekki eins skemmtilegur og Dan og það þoldi hann eiginlega enginn.

Annars var frábært að vera þarna úti í Englandi.
Andrea, konan sem við vorum hjá, er frá Þýskalandi og hún kom einmitt til Brighton til að fara í skóla. Hún hitti síðan manninn sinn hérna seinna og þau fluttu til Brighton.
Hún segir að þetta sumar hafi haft mikil áhrif á hana og að henni hafi fundist betra og skemmtilegra að vera í Brighton heldur en Þýskalandi.
Ég er sammála henni og langar mikið að fara aftur til Brighton, jafnvel flytjast þangað seinna meir.

Þakka ykkur fyrir :)