Góðan daginn kæru hugarar :)! Nú er tímabært að skrifa eitt stikki grein um flughræðslu!

Margir þjást af flughræðslu, og bara margs konar hræðslu! Málið er að ég þjáist af flughræðslu. Og það finnst mér frekar pirrandi og óþægilegt…!
Þegar ég var 10 ára fór ég með fjölskyldu minni út, geggjað gaman og ég kveið ekkert fyrir fluginu! Það var geggjað gaman þarna og á leiðinni til baka var líka geggjað gaman!

Þegar ég var 14 ára fór ég aftur út, með fjölskyldu minni! Pabbi pantaði far viku fyrir flugið og ég fór alveg í kerfi! Bara að hugsa um þetta…! Að vita ekki hvort maður lendir á áfangastað er erfitt, þetta er reyndar bara rétt eins og að vera í rútu, eða þá bara bíl, það er hættulegra!
Jæja… ég senti vinkonni minni e-mail og sagði henni að ég væri viss um að flugvélin myndi hrapa og bað hana um að minnast mín!
Í flugvélin var ég alltaf að hugsa um þetta eitt… Svo úti var ekkert gaman… Því ég var í sjokki eftir flugið og kveið fyrir fluginu heim!!!

En núna er þetta allt gengið yfir! Sem betur fer… En núna í vor er komið að fótboltaferð til Danmerkur… og ég elskaði að fljúga!!! Og mig langar að elska það aftur… getiði virkilega hjálpað mér?? Einhver góð ráð (annað en að uppdópa mig?)…???