Fyrir einu og hálfu ári flutti ég frá Íslandi til Malmö í Svíþjóð.
Ég var nokkuð mikið á móti því vegna þess að ég elska Ísland og að ferðast á Íslandi er eitt það besta sem ég get hugsað mér!!
Bróðir minn sem að vildi gjarnan flytja var samt alltaf að segja mér hversu frábært þetta mundi vera og hvað ég eigi eftir að taka eftir því hversu innilokað Ísland er í rauninni. Ég tók ekki mark á þessu þá en núna eftir eitt og hálft ár úti hef ég skipt um skoðun.
Í þessari grein langar mér í rauninni bara að lýsa reynslunni minni á útlöndum þegar kemur að ferðalögum!!
Eins og flestir vita þá er brú milli Kaupmannahafnar og Malmö. Með lest tekur það ekki nema 12 mínútur að fara yfir og kostar ekki nema 35 sænskar (350 ISK) eina leið. Það er alveg ótrúlegt hvað er létt að komast í annað land hérna. Eitthvað sem að mér fannst svo hrikalega stórt þegar ég var á Íslandi.
Þetta er ekki það eina, heldur er hægt að taka skipið héðan til Þýskalands: Rostock, Lübeck og Sassnitz og til Pólands: Gdansk.
Þessar ferðir kosta milli 100 - 500 sænskar krónur (1000 - 5000 ISK) og tekur ekki nema 3 klukkutíma til Sassnitz og aðeins lengra á hina staðina. Þegar maður er svo kominn til Þýskalands er mjög létt að taka lest eða bara autobaninn niður tik Mið og Suður Evrópu.
Þetta er það besta en svo er líka bónusinn að sjálfsögðu að maður getur alltaf farið upp til annara borga í Svíþjóð og í Noregi.
Þetta er það sem að ég er búinn að fá að upplifa síðusta eina og hálfa árið með því að búa á þessum frábæra stað, Malmö.
Ég er þess vegna búinn að læra tvo stóra hluti núna: Það er gott mál stundum að búa í útlöndum og sérstaklega á þessum stað og lestir eru besti farkostur sem að ég veit um. Ekki bara það að þetta er hratt og engar tafir heldur er þetta sérstaklega gott fyrir umferðina því þetta eiðir svo lítilli orku vegna þess að þetta fer eftir rafmagni. Ég vona að lestirnar eigi eftir að taka yfir rútur og neðanjarðarmetróar í staðinn fyrir strætóa einhverntímann. Það er ótrúlegt hvað það væri mikið betra fyrir náttúruvandamálin.
Svo vil ég segja að lokum að ef einhver er að flytja til útland og vill það alls ekki þá á sá aðili að lýta á björtu hliðarnar og treystið mér að það er mikill ferðalaga munur á því að búa hér og á innilokaða klakanum.
Klakinn hefur, er og mun samt alltaf vera bestur :)

Kv. StingerS