Ég og mín fjölskylda höfðum ákveðið að fara út þetta sumar og kom þá Krít sterklega til greina en við hættum við það. Þannig er mál með vexti að pabbi minn vann við að immigranta serbókróata þannig að hann þekkti vel til þessa svæðis. Við skoðuðum á netinu staði sem hægt væri að fara til þarna og 1000 manna bærinn Selce varð fyrir valinu. Svo þurftum við að finna hótel en hótel varð ekki fyrir valinu heldur er hægt að leigja húsnæði á mjög góðum kjörum. Við pöntuðum leigu þar í þrjár vikur 140.000 kall að mig minnir! Ekki amalegt það! Síðan plönuðum við ferðina á netinu og flugum með RyanAir. Loks keyrðum við suður (bý á akureyri) vorum reyndar í nokkra daga í Reykjavík og uppí sumarbústað á Flúðum. Við úttróðum litla Yarisinn okkar af töskum og lögðum svo í'ann eldsnemma um morguninn á Leifsstöð. Við flugum svo með IcelandAir til London og tókum þaðan taxa til The Ascot Hotel við Craven Road. Við skildum við töskurnar þar og drifum okkur í bæinn, þess má geta að við hittum Mínus á Heathrow! Vorum heillengi niðrí bæ að skoða í einhverjum búðum en fórum svo loks á British Museum og skoðuðum þar þangað til það lokaði. Við fengum okkur síðan að borða á mjög góðum Ítölskum veitingarstað. Við skoðuðum okkur aðeins lengur um í bænum áður en við fórum á hótelið að sofa. Við vöknuðum svo eldsnemma og fórum með lest til Stansted. Svo fórum við með RyanAir til Trieste á norð-austur Ítalíu. Flugvöllurinn var í klukkustundar fjarlægð frá borginni svo að við tókum taxa á rútustöðina þar. Við gátum skilið töskurnar okkar eftir á stöðinni svo að við drusluðumst til að skoða okkur um í smá tíma. Svo þurftum við að taka rútuna til Rijeka í Króatíu sem var svolítið langt. Við keyrðum í gegnum Slóveníu sem er mjög fallegt land! Svo loks komum við til Rijeka sem er ekki mjög falleg borg að mínu mati…ég keyrði reyndar bara í gegnum lítinn hluta af henni. Þaðan fórum við með rútu til Selce. Þegar við komum göptum við af undrun hvað þetta var lifandi og fallegur bær! Músík dundi úr hverju horni og ekki vantaði lífið! Við komum um tíu leytið þannig að tourist info dæmið var lokað. Við gengum bara inná næsta veitingahús og spurðum hvort þau vissu um íbúðina okkar og þau tóku vel á móti okkur og hringdu í konuna sem á íbúðina og báðu hana að koma. Hún kom loks og vísaði okkur að íbúðinni sem var alveg nýuppgerð og nýmáluð! Mamma var dauðþreytt og fór að sofa en við restin af fjölskyldunni dauðlangaði niður í bæinn og fórum þangað og skoðuðum ströndina og sonna. Svo liðu dagarnir á ströndinni og við fórum meðalannars 2 til eyjunnar Krk (sést á öllum landakortum) til bæjarins Vrbnik sem var alveg yndislegt! Ótrúlega fallegur bær sem maður verður að skoða ef maður fer til Selce. Síðan löbbuðum við nokkrum sinnum til bæjarins Krikvenica sem er 5 km. í burtu. Krikvenica er töluvert stærri en Selce. Þar versluðum við þegar við þurftum að versla mikið. Annars eyddum við flestum dögunum að liggja á flatmaga á hreint út sagt yndislegri strönd. Meðalhitinn þarna var sonna 35°c en hafgolan kældi mann niður og hreint adríahafið. Allt var fáránlega ódýrt þarna og fólkið var ótrúlega vinalegt annað en í London. Margt skemmtilegt er hægt að gera þarna en ég varla nenni að skrifa meira um það. Svo kom að því að fara heim og við þurftum að vakna kl.4 um nótt og taka taxa til Rijeka, þaðan til Trieste þar sem við gátum eytt nokkrum tímum en þurftum svo að finna taxa til flugvallarins. Við fundum svo taxa frá Króatíu eikkað að þvælast þarna og hann gat skutlað okkur á flugvöllinn. Hann rataði ekki alveg þannig að það tók svolítið mikinn tíma að komast til flugvallarins. En þaðan fórum við til Stansted í London og fórum svo með taxa til Heathrow sem tók heillangan tíma. Þaðan fórum við til Íslands. Við vorum komin um 11:30. Við versluðum aðeins og keyrðum svo til Hafnarfjarðar þar sem við gistum hjá frændfólki okkar. Alls tók ferðalagið þennann dag 22 klukkutíma! Síðan í dag keyrðum við heim til Akureyrar.

Þetta ferðalag verður seint toppað!! *****/*****
Ef þú ert að leita að frekar ódýru ferðalagi og umframallt skemmtilegu þá verðuru að fara þangað!

Takk fyrir.
Carve another notch in your bedpost, whore. Lay back and tally up the score. Count the number of hearts you've ripped from chests.