hér ómar allt í dúndrandi teknó tónlist, í mollum, verslunum, úti á götu, skemmtistöðum og allt í botni. þetta finnst mér vera eitt af einkennum þessarar borgar. venjulega er spiluð svona róandi tónlist í verslunarmiðstöðum en hér er allt öðruvísi. hér lifir teknóið og reifið í hjörtum allra borgarbúa. annað eikenni kaunas eru þjófavarnir á bílum. ef maður liggur við labbar við hliðiná bíl þá fer allt í gang. heyri í þjófavörnum á 5 mínútna fresti.
í gær stoppuðum við í kaupmannahöfn í 10 klukkutíma. fórum í tívolíið og kíktum í einn rússíbana og guinnes world record safnið. svo fórum við á strikið og fleira. fórum svo upp á flugvöll og þurftum að bíða heillengi. fórum svo með litháenskri flugvél til litháens og lentum í höfuðborginni vilinius klukkan 2:00. síðan keyrðum við í borgina þar sem pabbi býr í klukkutíma. hlutinn þar sem við keyrðum í vilinius var eins og draugabær. engin ljós á götum, auðar draugablokkir með oppnum gluggum sem voru að því að hrynja. ekkert smá spooky.
borgin sem ég bý í er reyndar mjög falleg og kemur mér sífellt á óvart. til dæmis er göngugatan hér miklu flottari og stærri heldur en strikið í kaupmannahöfn. fólkið hérna er bara hvítt og engir túristar. mennirnir eru hávaxnir mjóir og með kiwi-klippingu og konurnar eru háar grannar hvítar og ekki ein kona er feit.
borgin sem ég bý í heitir kaunas og er næststærsta borgin með 500 þúsund íbúa. borgin er klukkutíma akstur frá höfuðborginni vilnius. ég er alveg viss um að eftir 5 ár þá verður þessi borg heimsklassa borg því hér er miklil uppbygging og landið er nýgengið í evrópusambandið. mæli með því að fólk heimsæki þetta land því það kemur svo sannarlega á óvart.