París úff, ég vildi að ég væri ennþá í París….þetta er svo æðisleg upplifun!!

ég fór til París í apríl með kórnum í skólanum mínum. Ég vaknaði klukkan eikkað 5 og fór uppí skóla þar sem kórinn minn tók rútu uppá kefló. Það var eitthvað þvílíkt vesen með check in dæmið svo að við vorum alveg þvílíkt lengi að því. vantaði starfsfólk til að afgreiða og svona því við vorum svo mörg! Loksins komumst við inní vél. Það var mikill spenningur í okkur og allt það!! :) Eftir sirka 3 tíma þá lentum við í London. Við biðum á Heathrow í 2 og hálfan´tíma og skemmtum okkur ágætlega á meðan því við fengum okkur smá í mallakútinn á Burger king ;) Síðan seinkaði vélinni um hálftíma svo við þurftum að bíða í 3 klst.! þá var þetta ekki jafn spennandi svo að okkur var farið að leiðast ansi mikið. Loksins fórum við þó í flugvélina og flugum beint til Parísar. Flugvöllurinn þar er nú algjör brandari ! Allskonar ranghalar ( þá meina ég sko ranghalar!!! )útum allt og alls konar ranar sem eru svona rúllustigar og eru í flækju í einhverju rými í miðjunni. þið skiljið sennilega ekkert hvað ég er að fara svo þig verðið að fara að sjá það sjálf! Síðan fórum við á hótelið og sofnuðum.ég ætla nú bara að segja ykkur frá skoðana ferðunum en ekki þegar við vorum að syngja útum allt!! :) Daginn eftir að við komum fórum við að sjá sjálfan Eiffel turninn. Hann er ÓTRÚLEGUR!!! Við fórum alveg efst upp og ég ´tok alveg miiiilljón myndir og dót!!Þetta er svo ótrúlegt og svo hátt eitthvað!! svo fórum við líka á útsýnispall þar sem að við gátum setið á handriði ( eiginlega samt vegg ) og látið taka mynd af okkur með Turninn í baksýn!! Tveimur dögum seinna fórum við í skoðunar ferð um borgina í tveggjahæða rútu , þar sáum við sigurbogann!! Hann var líka ótrúlega flottur og ótrúlegt að heyra sögurnar um þessi stórkostlegu fyrirbæri!! Það var þarna í leiðinni einhver hátíð hjá sigurboganum þar sem að einhverjir hershöfðingjar með þúsund viðurkenningar á græna búningnum sínum voru að minnast látinna hermanna. Þess má geta að það er hringtorg í kringum sigurbogan sem er með held ég að mig minni….8 akreinum! Þú mátt aldrei lenda í innsta hringnu því þá kemst aldrei út!!!! Mundu það hehe. Sama dag keyrði skoðunarbíllinn okkur til Notre Dam!! Ég get sko ekki lýst því hve STÓRKOSTLEG þessi kirkja er!!Hún er svo falleg, stór og bara fullkominn einhvernveginn! Við fórum inn í hana og sungum og hljómurinn var geðveikt flottur!! Svo sýndist mér ég sjá fígúrurnar úr Hringjaranum ´frá Notre Dam einhvers staðar á stalli utan á kirkjunni!! Það voru alveg trilljón Japanar þarna að taka myndir !! :) gaman að þvi! Eftir þrjá daga, fórum við í DISNEYLAND!! það var SKO gaman…….Þetta var æði, það var svona sýning með öllum persónunum úr disney myndunum um morguninn og kvöldið..Aladín, Aríel úr litlu hafmeyjunni, Fríða og dýrið, Mjallhvít og dvergarnir, Þyrnirós og allar þessar frægu persónur. Ég fór í einn geðveikan rússíbana með bekkjarsystkinum mínum og hann fór ég veit ekki hvað hratt"!! fór á hvolf og hringi og allskonar krúsídúllur og við sáum barasta ekki neitt því þetta var í myrkri!! hehe það var bara snilld.Þetta var síðasti dagurinn okkar og við fórum heim á hótel eftir 11 klukkutíma skemmtun næstum því!! :) Þá fórum við að pakka niður og daginn eftir fórum við. Ég hefði getað verið 2 vikur enn þess vegna og skoðað allar þessar flottu byggingar !! Meirað segja íbúðarhúsin, þessi venjulegu eru ótrúlega flott, svona gömul með svalahandriðum sem eru ólýsanlega frábærlega vel gerð og mikil munstur í þeim.

Ég ætla sem skiptinemi til Frakklands þegar ég hef aldur til!! því að það er alveg ótrúlega margt að skoða, eins og louvre safnið sem ég náði ekki að skoða og svo ógeðslega margt annað sögufrægt og flott. Svo er tungumálið líka svo fullkomið eitthvað. Ég get látið það fljóta með að Frakkar þýða nærri allt sjónvarpsefni á ensku yfir á frönsku og ég horfði á South Park á ensku uppá hótel herbergi.

Endilega farið til Parísar :) :)


Takk fyrir mig og bless