Ég bjó í Japan frá 7 mánaða aldri í fjögur ár 1983 til 1987. Í vor 1998 fór ég aftur til Japans og ég og fjölskyldan mín heimsóttum gamla vini og fórum í helstu borgirnar-Tokyo, Kyoto, Yokohama og fleiri. 13 tíma flug milli Osaka og Þýskalands.

Í desember 2000 fór ég til Taílands með fjölskyldunni og fórum í tveggja vikna Temple-tour, skiptum nánast daglega um hótel og stað. Vöknuðum alltaf um 6 leitið og eyddum klukkustundum saman á hverjum degi í rútu sem var ísköld. Það besta var, við vorum alltaf í fimm störnu hótelum og allt var þrælódýrt. Alltaf steikjandi hiti (yfir 30°C). Bjórinn var ótrúlega bragðgóður og ódýr, maturinn og fólkið voru frábær.

Í júní í fyrra fór ég til Balí, paradísareyju hjá Indónesíu. 18 tíma ferðalag. 13 tíma flug frá Amsterdam til Kuala Lumpur. Þriggja tíma bið. Þriggja tíma flug til Balí. Það var ekki svo erfitt. Spilaði tölvuleiki allan tímann. Mjög góð flugvél og starfsfólk. Malaysian Airlines.

Á Balí var allt var þrælódýrt, og reyndar var staðurinn tómur. Allir hræddir vegna Al Kaída sprengjunnar á skemmtistað nokkrum mánuðum áður. Samt ekkert til að vera hræddur yfir. Þetta er mjög öruggur staður og er þetta heiðarlegasta fólkið sem ég hef kynnst. Maturinn valdi þónokkrum vonbrigðum, engir sérstakir réttir, allt frekar illa eldað og bragðlítið. Einnig var mjög lítil fjölbreytni á matseðlinum. Aðallega einhver fiskur og hrísgrjóna/núðluréttir. Hljómar ekki illa enþað vantar “spice”-ið. Bami Goreng og Nasi Goreng voru algengustu réttirnir, oftast var hægt að velja milli kjöttegunda. Stendur ekki í samanburði við matinn í Japan/Taílandi né kínverskum veitingastöðum um heim allan. Ég hélt að það þyrfti að passa sig rosalega hvað maður segir og hvernig maður klæðir sig vegna þess að þarna eru flestir hindútrúar. En maður getur verið rosalega frjáls þarna og ég tók ekki eftir neinu sem var ekki hægt að gera. Besta var - bjórinn kostar 100 kall í ísköldum 620ML flöskum - nánast allstaðar.

Í ágúst ætla ég til Malaísíu. Hvað getur maður gert þar? Hvað má maður ekki gera? Hvernig er malaíski maturinn? Hvað er verðið á bjórnum? Hefur einhver prufað “all-inclusive” hótel? Hvaða borgir/eyjar mæliði með?