Komiði sæl, ágætu Hugarar.

Ég er mikill ævintýramaður og hef mjög gaman af því að ferðast.
Ég hef lengi verið að velta því fyrir mér að fara í einhver her.
Ég er með skiptan ríkisborgararétt (íslenskur-Amerískur) og kemst
því í Bandaríska herinn. Mig langar alveg svakalega að vita hvort
að einhverjir hér eru að spá í eithvað svona og í hvaða her þá?

Það væri gaman að finna einhvern sem er til í þetta því að ég
held að það yrði ekkert gaman að fara einn eithvert, þó svo að
einn félagi minn séi að spá í að skella sér líka. Ég er ekki
búinn að ákveða neitt hvert ég fer en það skiptir mig í raun
engu máli, svo lengi sem ég komist af þessari eyju..

Þannig að, endilega segið hvað ykkur finnst um þetta og ef
einhverjir eru til þá endilega segja það.

Ég er ekki alveg viss um hvort að þessi grein séi rétt fyrir
þetta áhugamál en what the heck..

NoManace