Kálfshamarsvík...The place to be!! Hæhæ ég ætla að skrifa grein um að mínu mati fallegasta stað á Íslandi, s.s Kálfshamarsvík.
Ég ólst upp við það að fara í sveitina þegar ég var lítil, og svo heppilega vill til að sveitabærinn er bara rétt við hliðina á þessum fallega stað.

Kálfshamarsvík er 23 kílómetra fyrir norðan Skagaströnd. Á Kálfshamarsnesi myndaðist fyrsti vísir að þorpi í upphafi 20. aldar. Þorpið var síðan nefnt Kálfshamarsvík eftir víkinni sem það stóð við. Ástæðan fyrir myndun þessa þorps í Kálfshamarsvík á sínum tíma var hversu góð hafnaraðstaða var þar frá náttúrunnar hendi. Þaðan var einnig tiltölulega stutt á fiskimiðin. Einkum var róið frá Kálfshamarsvík að sumarlagi og fram undir jól en þá var algengt að karlar héldu til Suðurnesja á vertíð.
Það varð aldrei fjölmennt í þorpinu, eða bara rétt um 100 manns þegar flest var á árunum 1920-30. Byggðinni hnignaði hratt upp úr 1930 og um 1940 höfðu flestir íbúarnir flust burt af staðnum.

Það standa ennþá húsin sem að var búið í, og þau eru merk með nafni hússins og nöfnum fólksins sem bjó þar.
Þetta er vinsæll ferðamannastaður og það er einmitt búið að hengja upp upplýsingaskilti fyrir ferðamenn um þorpið sem stóð þarna, og fleira. Þanig að það er mjög fróðlegt að skoða sögu þessa staðar, að ekki sé talað um stórkostlega útsýnið yfir hafið, og í víkinni má sjá mikið af sérstöku og fögru stuðlabergi sem nær allt í sjó fram. Svo er líka lítill sætur viti þarna rétt hjá sem að var byggður árið 1913 og síðan endurbyggður árið 1939.

Það gengur aftur einn maðurinn sem að átti heima í einu þessa húsa á Kálfshamri (til gamans er það húsið sem að er fjærst vitanum og er minnst í eyði) þannig að ég vara fólk við að tjalda þarna í grend.. þetta er mikill ærsladraugur og hann hefur hrætt margann ferðamanninn burt….

Annars er þetta frábær staður og ég mæli með að fólk fari og skoði… þið sjáið ekki eftir því:)

DeSwamp
DeSwamp