Sko……það er þannig að ég bý í Svíþjóð (Malmö) og hér eru lestar eins og flestir kanski gera sér grein fyrir, lestirnar eru ódýrari heldur en strætisvagnarnir og þess vegna er hentugara að fara í lestir vegna þess að þlr eru mikið hraðskreiðari og eru líka mikið mikið umhverfisvænari vegna þess að þær ganga fyrir rafmagni.
Lestirnar eru mjög ódýrar og sem dæmi má nefna að það kostar 36 sænskar krónur að fara til Kaupmannahafnar fyrir mig sem eru um 350 íslenskar krónur en þegar maður er orðinn 18 ára þá tvöfaldast verðið:Þ.
Núna er ég að fara til Stokkhólms eftir viku og við (ég og bróðir minn) getum valið milli tveggja farkosta, Inter city og X-2000, Inter city eru gömlu lestarnar, þær eru alveg þægilegar og fara til Stokkhólms sem er um 600 kílómetrum frá Malmö á 6 klukkutímum, X-2000 hins vegar eru nýar lestir sem eiga að vera mjög þægilegar og fara til Stokkhólms á 4 klukkutímum, núna hugsið þið væntanlega að það er miklu betra að fara með X-2000 en ég held ekki, þegar við tékkuðum á þessu þá sáum við að fyrir fullorðinn mann kostar það yfir 1000 sænskar krónur að fara með
X-2000 til Stokkhólms sem eru um 10.000 íslenskar krónur og fyrir bróðir minn sem er 17 ára og þess vegna ungdómur kostar það yfir 600 krónur og ég sem er 15 ára, ég borga þess vegna 350 sænskar sem eru þá um 3500 íslenskar krónur, svo tékkuðum við á Inter city og þær kosta akkurat helminginn, hvað er fólk að þvælast í þessar X-2000 lestar spyr ég nú bara, er þaðvirkilega það mikið að flýta sér að það getur ekki beðið í 2 klukkutíma fyrir 5000 kall, það er reyndar þannig að X-2000 eru \“mjög\” umhverfisvænar en Inter city hefur samt vinninginn hjá mér.
Ég hef staðið 2 metrum frá lestarteinunum þegar X-2000 lest hefur þotið framhjá og ég fékk alveg El-ninjo á mig en yfir 1000 kall er mér ofboðið!!!

Kv.Stingers