Ég fór til Hollands um dagin og það var allveg frábært ég ætla fyrst að fjalla svolítið um landið.

Holland tilheyrir Evrópu og liggur að Norðursjó. Löndin sem liggja að Hollandi eru Belgía og Þýskaland. Í Hollandi búa 16,067,754 og stærð landsins er 41,526 km2. Í samanburði við Ísland er Holland mjög lítið eða eins og einn þriðji hluti af Íslandi.
Landið er mjög láglent og hluti af því lægra en sjávarmál. Til að verja landið fyrir ágangi sjávar, vatna og áa, hafa Hollendingar reist mikla varnargarða. Helstu árnar eru Rín, Maas og Schelde. Stór hluti Hollands er vatn eða 7,643 km2 og 33,883 km2 er land. Því miður eru ekki mikill skógur á Hollandi því að landið eru að mestu leiti ræktað.
Í Hollandi ríkir temprað sjávarloftslag það er að segja svöl sumur og mildir vetur.
Holland er konungsríki frá 1815 en þjóðhöfðinginn er aðeins fulltrúi landsins út á við en þingið sér raunverulega um stjórn landsins.
Hollandi er skipt í 5 héruð og 11 sýslur. Höfuðborg Hollands heitir Amsterdam þar búa 735,500. Amsterdam er stundum kölluð Feneyjar norðursins vegna þess að síki skipta henni í 90 eyjar. Hjarta Amsterdam er Dam-torgið þar eru hvít minnismerki um hollensk fórnarlömb í heimstyrjöldinni síðari.
Haag er þriðja stærsta borg Hollands og þar situr stjórn landsins og þar er þjóðhöfðinginn Beatrix drottning. Auk þess er þar Alþjóðadómstóllinn og aðalskrifstofur Sameinuðu þjóðanna. Aðrar
merkar borgir eru t.d. Rotterdam sem er ein helsta hafnarborg Hollands.
Hollendingar standa framarlega í Evrópu hvað varðar verlsun og flutninga. Helstu flutningaleiðir í Hollandi eru síkin og árnar og eru flutningaprammar aðallega notaðir.
Helstu atvinnuvegir Hollendinga hafa verið matvælaframreiðsla, mjólkurbúskapur og gróðurhúsarækt og eru margir sem tengja túlípana og osta við Holland. Síðustu ár hefur iðnaður vaxið hröðum skrefum í Hollandi og þá sérstaklega í sambandi við málma, olíu og ýmis efni. Í Rotterdam eru t.d. olíuhreinsunarstöðvar og efnaverksmiðjur.
Í Hollandi er töluð hollenska eða flæmska en Hollendingar eru frægir fyrir góða málakunnáttu og eiga því auðvelt með samskipti við Þjóðverja og Belga. Helstu trúarbrögð Hollendinga hafa verið kaþólska og Kalvins trú, 40% kaþólskir og 38% Kalvins-trúar. Eins og í öðrum löndum hafa áhrif kirkjunnar minnkað og verða t.d. allir að gifta sig borgaralega þar.
Hollendingar eru frægir meðal annars fyrir landkönnuði. Einnig áttu þeir margar nýlendur t.d. austur Asíu. Hollendingar áttu marga fræga uppfinningarmenn t.d. Antony van Leeuwenhoek sem fyrstur fann rauðu blóðkorninin.
Ýmsir frægir listamenn eru fæddir í Hollandi og má þá nefna Rembrandt og van Gogh.
Í gamla daga áttu Hollendingar í illdeilum við Spánverja, en nú eru þeir frægir fyrir að hafa hjálpað mörgum flóttamönnum t.d. í 80 ára stríðinu og heimstyrjöldinni síðari.
Í tengslum við fótbolta eiga Hollendingar mjög efnilega fótboltamenn t.d. Edgar Davids(Juventus),Van der sar (Fulham), Kluivert (Barcelona) og Ruud Van Nistelrooy (Man utd) sem spila allir líka með landsliðinu. Hollendingar hafa ekki unnið heimsmeistarakeppnina í fótbolta en þeir hafa unnið Evrópukeppnina.