Ég skrapp til Milano í viku um daginn og það var bara mjög gaman enda bjó ég hjá fólki sem býr þar og þekkir borgina og fékk bara gott sumarveður á okkar mælikvarða.

Milano er engin sérstök túristaborg, þó hún hafi kastala og sórkostlega Dómkirkju, heldur ein aðal iðnaðarborg Ítalíu og þá sérstaklega tengt tískuiðnaðinum. Það er frekar mikil mengun þarna og ég hef aldrei séð annað eins graffíti og krot um allt eins og þarna, verra en í gettóum BNA held ég. Annað sem vekur athygli er fjöldi innflytjenda, bæði frá Asíu og Suður Ameríku, allstaðar er sölufólk svo maður fær varla frið á veitingastöðum, hef ekki séð þetta svona mikið annarsstaðar.

Svo er Löggan í Milano alveg kapítuli útaf fyrir sig. Það eru að minnstakosti 6 “tegundir” af löggum þarna, Carabinieri eru mest áberandi, þ.e. ríkislögreglan í skrautlegum búningum sem minna soldið á nasistabúninga. Þessa er hægt að sjá fótgangandi, á bílum, mótórhjólum eða hestum. Svo eru sér borgarlöggur og aðrar sem minna hermenn og sumar eru furðulega hjálma og stjórna umferð. Hvað allar þessar löggur gera veit ég ekki, ekki koma þær í veg fyrir krotið eða ýta við betlurum og sölufólki, en kannksi eins og einvher stelpa sagði mér, þá eru þeir sennilegast mest uppteknir við að “flirta” við kvenfólkið ! En að lokum sáum við löggur sem við vorum sannfærð um að væru bara til sýnis, það voru tvær fínt klæddar lögreglukonur sem héldu þétt um sverðin sín !

Eitt enn þykir einkenna Milano, það er hin kaldlynda “Milanese” þ.e. hin dæmigerða kona í Mílano sem passar sig á því að brosa ekki mikið og sýnir ágengum körlum lítinn áhuga. Sagt er að karlmenn þessarara borgar séu upp til hópa aðframkomnir af kvenmannsleysi og sæki því harðar að geskomandi konum sem geri svo lítið að brosa við örvæntingarfullum tilraunum þeirra.

Svo er maturinn ágætur, mikið pasta og pizza þó ekkert mikið betra en hér, en það munar öllu um ódýrt og gott rauðvinið.