Í sumar fór ég með foreldrum mínum og eikkerjum kór til færeyja og Hetlands með norrænu. Við Þurftum að bíða í eikkerju húsi á seyðisfirði þar til við máttum fara um borð. Þegar ég kom um borð þá var þetta eins og 5 stjörnu hótel. 2 veitingastaðir, kaffitería, tölvuleikjasalur 2 barir og skemmtistaður. Á skemmtistaðnum var oftast hljómsveit að spila á kvöldin. Geggt stuð. Við sváfum í eina eða hálfa nótt. Við vorum vakin kl. 3:50 um morgunin og fórum frá borði. Í þórshöfn var mjög líkt íslandi. Við gistum á hóteli sem hét hotel Föroyar og var 4 stjörnu hótel.
Eftir að hafa verið þarna í 3 daga eða svo. Sigldum við áfram til Hetlandseyja með norrænu og tók það heilan dag og á leiðinni var geðveikt veður alveg rúmlega 20 stiga hiti og glaðasól, allir í sólbaði. En það sem furðulegt var voru sjónvörp í öllum klefum og nokkrar stöðvar, þar á meðal cartoon network. Jæja, Í hetlandseyjum var gaman, það var frábrugðið Færeyjum. Allt með skoskkum stíl, enda voru þessar eyjar rétt fyrir ofan skotland. Þarna var alltaf rigning og við tókum okkur tíma til að labba um og skoða. Svo sigldum við heim 2 dögum seinna og Var heimleiðin löng enda um 900km keyrsla. Þetta var með skemmtilegri ferðalögum sem ég hef farið í.

Takk fyrir mig, ZomB