Þessi kynning verður í Hinu húsinu á föstudaginn og um að gera fyrir ungt fólk sem langar að ferðast eitthvað að kíkja þangað! :)
Það verður margt athyglisvert að sjá og endilega að sem flestir komi. Ég læt tilkynninguna bara fylgja með…


___________________________________________ _______________________

ÚTÞRÁ AFTUR!

Kynning á námi, leik og starfi erlendis
fyrir ungt fólk á aldrinum 15-25 ára.
Fyrir ykkur sem misstuð af okkur í febrúar
og ykkur sem viljið koma aftur!

Föstudaginn 3.október n.k. býðst ungu fólki á aldrinum 15-25 ára að kynna sér þau fjölbreyttu tækifæri sem standa til boða varðandi nám, leik og starf erlendis. Kynningin fer fram í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5, og stendur frá 15:00 til 18:00.

Ef þig langar til útlanda til lengri eða skemmri dvalar er Útþrá sniðið að þínum þörfum. Kynntu þér þá fjölmörgu möguleika sem í boði eru, fáðu þér svalandi drykk, hlustaðu á framandi tónlist og spjallaðu við starfsmenn og þátttakendur úr hinum ýmsu verkefnum í vinalegu umhverfi Hins Hússins.

Eftirfarandi aðilar taka á móti þér opnum örmum:

- AFS á Íslandi (Alþjóðleg fræðsla og samskipti)
- Alþjóðleg Ungmennaskipti (AUS)
- EES-Vinnumiðlunin
- Enskuskólinn Bell – language for life
- Nordjobb
- Snorri West verkefnið
- Stúdentaferðir
- Ungt fólk í Evrópu (UFE)
- Upplýsingamiðstöð Hins Hússins / Eurodesk

Hlökkum til að sjá þig….

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Hins Hússins www.hitthusid.is. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making