Hæ hæ :)
Fyrsta greinin mín á þessu áhugamáli..
Mig langar bara aðeins að segja ykkur frá ferðalgi sem ég fór í 26.júní til 17.júlí með mömmu og pabba.

Við flugum til Barcelona um hádegið og vorum komin um 6 að íslenskum tíma en 8 að spænskum þannig að það var lítið eftir að deginum. Við byrjuðum á því að ná í bílaleigubílinn okkar og keyra til staðar sem heitir Salou (lítill túristastaður) það tekur bara svona einn og hálfan tíma að keyra þangað. Komum þangað um 10 og þá þurftum við að leita af hótelinu og það var mikið vesen (alltof löng saga).
Á Salou vorum við oft á ströndinni og fórum líka í tvo vatnagarða (aquopolis og ég man ekki hvað hinn heitir) og einn garð sem heitir Port aventura, sem örugglega einhverjir kannast við :)
Á kvöldin fór maður alltaf niðrí miðbæ og þar vantaði ekki stemminguna, næturklúbbar opnir (ekki það að ég hafi farið í neinn þannig, en það var nú verið að reyna að fá mann) og búðirnar voru opnar til 11 en persónulega fannst mér búðirnar ekkert sérstakar þar.

Eftir viku þarna lögðum við af stað til Frakklands,(franska er ótrúlega fallegt mál) leið okkar lá til Nice, en það er bara langt þangað þannig að við gistum eina nótt á stað sem heitir Narbonne, í Frakklandi.
Narbonne er ágætur staður, ég sá náttúrulega voða lítið af honum en hann var ágætur.
Daginn eftir keyrðum við til Aix og vorum búin að ákveða að gista þar. Við fórum niðrí miðbæinn þar og fengum okkur að borða á pizzastað og ég hef aldrei fengið svona góða pizzu áður og ekki mamma heldur. Aix var ágætur staður líka.

Daginn eftir keyrðum við frá Aix til Nice sem er ekkert svakalega langt og við vorum komin til Nice um fjögur leytið.
Nice er stórborg og hún var alveg frábær, við ætluðum að vera þar í 4 daga og keyra til Sviss síðan, en mig langaði ekki að vera svona stutt í Nice (og svo sagði pabbi að það tæki því eiginlega ekki að fara til Sviss í einn dag) af því að hún var svo frábær. Það voru fullt af búðum þarna og ég var alveg ringluð í einni stórri búð sem selur allt!! Það eina sem var slæmt við Nice var ströndin, það voru steinar á henni í staðinn fyrir sand, við fórum bara einu sinni á hana.
Við fórum til Ítalíu í dagsferð og þar var ströndin miklu betri.
Ég get eiginlega ekki sagt hvað við vorum að gera í Nice það var svo mikið, vorum að skoða og bara margt fleira.
Sex dögum seinna þurftum við svo að fara frá Nice og þá byrjaði keyrslan til Barcelona, það er ekki stutt að keyra þangað þannig að við tókum tvo daga í það. Við stoppuðum á stað sem heitir Nimes (omg! það var 38 stiga hiti þar, ég var að deyja) og gistum þar í eina nótt. Í Nimes voru fullt af einhverjum gömlum byggingum, elsta var 2000 ára held ég.
Eftir dvöl okkar í Nimes keyrðum við til Perpignan og gistum þar í eina nótt. Það var ekkert sérstakur staður.

Daginn eftir keyrðum við til Barcelona þar sem við ætluðum að vera seinustu fjóra dagana.
Það tók bara sinn tíma sð keyra þangað, vorum komin um 4 og fórum á hótelið.
Löbbuðum svo aðeins um, fórum á Römbluna (stór göngugata) og af því að við komum á sunnudagskvöldi þá var kveikt á gosbrunnum sem kemur tónlist úr og við sáum það :)
Það var rosalega heitt þarna. Næsta dag tókum við svona tourist bus og fórum út á merkilegustu stöðunum til að skoða, sáum náttúrulega kirkjuna frægu, Sagrada familia og fullt af öðrum byggingum eftir Gaudi. Við eyddum þessum degi eiginlega bara í það að skoða. Daginn eftir fórum við í búðir og það eru fullt af búðum þarna, mig minnir að pabbi hafi sagt að það væru 35.000 búðir..wow! En við fórum auðvitað ekki í þær allar, fórum í stóru búðina El corte inglés, keypti mér peysu þar :) Um kvöldið löbbuðum við Römbluna og fórum út að borða.
Seinasti dagurinn var síðan runnin upp, við fórum á ströndina og í einhvern garð. Það tók næstum allan daginn. Um kvöldið löbbuðum við um aðalverslunargötuna, öll frægustu merkin voru þar…við skoðuðum ekkert þar, enda vorum við á leiðinni út að borða (eins og alltaf). Við fengum okkur mexíkónskan mat þetta kvöld.
Næsta dag flugum við heim um morguninn. Mig langaði ekkert heim af því að mér fannst svo gaman, en maður verður að fara heim til sín. Það var 25-35 stiga hiti allan tímann í ferðinni og það var frábært!

Jæja…hefur einhver komið til einhverja af þessum stöðum?

kv.P3L1
Later…;)