Komið þið sælir kæru Hugar!

Það vill svo skemmtilega til að ég og mín spúsa erum á leið til Þýskalands í lok ágústmánaðar og langar að heyra í þeim sem geta miðlað af reynslu sinni.

Við fljúgum til Frankfurt og tökum bílaleigubíl þaðan. Það eina sem er ákveðið hjá okkur er að fara fyrst u.þ.b. 200km í austur og skoða Trier og fara svo í hina áttina um 200km í vestur og skoða okkur um í kringum Nurnberg. Á leið okkar verður semsagt Rínardalurinn, en aðal sumarleyfisstaðir Þýskalands liggja nokkuð sunnar (ekki satt?).

Viljum endilega heyra frá þeim sem hafa ferðast um þetta svæði, þá sérstaklega Rínardalinn, þar sem hann ku vera gríðarfagur. Annars allar tillögur vel þegnar, um gistiheimili eða annað smellið!

Stuðkveðjur,
prg