Ferðalag norður á Strandir Í hitteðfyrrasumar fór ég með mömmu, pabba og bróður mínum í ferðalag norður á Strandir. Við gistum í eina nótt á Hólmavík og þar heimsóttum við galdrasafn sem var mjög sérstakt og þar var mikinn fróðleik um galdrafár fyrri alda að finna. Við vorum alveg agndofa. Síðan héldum við áfram og stefndum á Norðurfjörð. Á leiðinni lá vegurinn oft í snarbröttum fjallshlíðum og ekki hefði nú alltaf verið gaman að mæta bíl á þeirri leið. En við sluppum fyrir öll horn!
Á Norðurfirði fórum við í æðislegustu sundlaug í heimi. Sundlaugin er nánast í fjöruborðinu og úti fyrir sjást selir. Ekki amalegt útsýni það. Við tjölduðum í túnfæti við botn fjarðarins. Þar er sandfjara og sjórinn var alveg sléttur. Við ætluðum að fleyta kerlingar en ein galin kría lét okkur alls ekki í friði og á endanum gáfumst við upp á félagsskap þessarar kríu og snerum okkur að öðru. Að nægju var að hyggja og við ákváðum að slá upp grillveislu í góðviðrinu. Við fórum södd og sæl að sofa þetta kvöld. Næsta morgun var ferðinni heitið yfir Þorskafjarðarheiði og í Dalasýslu. í Haukadal heimsóttum við bæ Eiríks rauða og áttum hrátt hangiket. Síðan stefndum við á Laugar í Sælingsdal. Þar var synt og sprellað og farið í gönguferð. Þessi ferð var öll hin besta og á ég alltaf eftir að minnast hennar með mikilli gleði.


PS. Ég er líka búinn að skrifa kork um kríuna þetta á fuglar


Takk fyrir,


KV, 1950