Seinasta sumar lagði ég í ferðalag til USA. Ég hef búið í bandaríkjunum í nokkurn tíma og flutti til Íslands fyrir rúm fjórum árum. Ég fór til baka til Californíu til að hitta alla gamla vini mína á ný. Allavega ég lagði af stað frá Íslandi um 2 leytið. Ég dýrka Icelandair flugvélarnar! Þær eru svo skemmtilegar og þægilegar!! Þegar ég komst í Minniappolis þá átti ég að hafa 1 klukkutíma til að skipta um flugvél! Icelandair seinkaði um hálftíma eða svo út af veðri þannig ég átti eftir að fara í tollinn, tösku skoðun og hlaupa alla leið hinum megin á flugvellinum að flugvélinni! Ég átti að fá fylgdarmann af því ég var 14 ára en það mætti enginn á staðinn svo að ég dreif mig sjálf í gegnum tollinn. Það var gráhærður maður um fimmtugt sem tók vegabréfið mitt og fór að yfirheyra mig. Ég sagði honum frá vandamálinu mínu og eftir smá tíma náði hann í flugvallarstarfsmann sem hljóp með mig þar sem ég átti að láta rannsaka töskuna mína og í gegnum fullt af öðru útlendinga dæmi. Svo höfðum við 10 mín. áður en vélin átti að fara frá hliðinu en við fundum engan flugvélar bíl! Við hlupum því af stað og þegar við komum loks að hliðinu var síðasta fólkið að fara inn um hliðið. Allt í einu kom í ljós að ég átti að hafa eitthvað bréf sem stóð að foreldrar mínir leyfðu mér að fara einni. Svona leyfisbréf. Keflavík lét okkur ekkert vita af neinu bréfi. Minniapolis mátti ekki hringja til Íslands þannig ég gaf þeim addressu og símanúmer fólksins sem ég var að fara til. Þau sættu sig við það og mér var hleypt um borð. Ég þurfti að vísu að sitja hjá einhverjum feitum manni fremst sem tók eiginlega tvö sæti! Þegar ég kom að Denver flugvöllinum ( seinasta skiptistöðin mín) þá gekk allt að óskum . Ég hafði um tvo tíma til að skoða og svona. Ég veit ekki hvort að margir vita um þetta en á þeim tíma var stór skógar eldur í Denver og maður sá reykinn út um gluggann. Það var meira segja hætta á því að hann náði að flugvellinum. :/ Þegar ég komst loks á áfangastað, dauðþreytt (var ekki búin að sofa í 24 tíma) komst ég að því að farangurinn minn var týndur!! Konan sem ég fór til (Cathy) talaði við flugstarfsmenn og þau sögðust ætla að hringja og láta okkur vita!! Loks var ég komin og ég sé ekkert eftir neinu því það var SVO GAMAN!!!!!!!!!!!!! Heimleiðin er að vísu önnur saga … hehe.
#Fyrirgefið stafsetninga villurnar, ég var að drífa mig svo í að skrifa þetta! :)