Þegar ég var 17 ára lagði ég af stað í ferð til Suður Ameríku með kærastanum mínum. Við höfðum fengið ódýra mið til Chile í gegnum London svo að flugfarið í heildina kostaði c.a. 85.000kr á manninn, með millilendingu í Atlanta, USA. Flugin voru samt mjög óhagstæð hvað tímasetningu varðar því biðin milli fluga var það löng að okkur drepleiddist á flugvellinum (12klst!!!) en það var of stutt til þess að taka rútu í borgina og reyna að þvælast eitthvað það.

Við vorum úti í 4 mánuði. Bjuggum í Quilpué, sem er í Mið-Chile, í 1 mánuð, ferðuðumst svo 3.000km eftir strandlínu Chile, frá La Serena, sem er gullfalleg, gömul strandborg, til Punta Arenas, ekki langt frá Suðurpólnum og var veðrið þar talsvert kaldara en hérna á Íslandi og mun meiri vindur. Þegar ég kom til Chile náði ég varla andanum af fegurðinni þar… allt svo skógivaxið, hólar og hæðir hvert sem litið var og hitinn akkúrat svo yndislega melló! Við fengum EKKI EINN rigningadag og hitinn var alltaf á bilinu 26°c - 30°c. Við sáum marga GULLFALLEGA staði. Þeir sem ég mæli sérstaklega með eru:

La Serena: mjúkasti strandasandur á jarðríki. Tók með mér fulla flösku af honum með mér heim ;-) Æðislega vinaleg borg.

Viña del Mar: Hvergi séð neina borg svo uppfulla af lífi, handverksmarkaðir, skemmtikraftar, tónlist á götum úti, grænmetismarkaðir, alls kyns verslanir og veitingahús á yfirþyrmandi góðum kjörum, yndisleg strönd og æfingarsalir rétt hjá svo maður getur skellt sér í ræktina og svo beint á ströndina.

Valdivia: Endalaust grænt alls staðar. Hef aldrei séð neitt því líkt… þétt vaxið skóglendi og GRÆNT gras (sem er sjaldséð í Chile á sumrin vegna þurrkanna)

Saltos de Laja: Þrefaldur Skógafoss!!

Pucón: Týpísk túristaborg… það er hægt að gera ALLT SEM HUGURINN GIRNIST ÞARNA!! Sérstaklega þá sem eru með ævintýraþrá. Frábærar ár fyrir River Rafting, stórkostlegt landslag. Þarna er líka strönd við mjög stórt stöðuvatn sem gefur kost á alls konar vatnasporti.

Chiloé: Eyja rétt fyrir utan Chile, í suðri. Þarna er ofboðslega vinalegt fólk og hægt er að fara að skoða mörgæsir! :) :) Hélt að ég myndi aldrei verða svo fræg að sjá mörgæsir, en það varð ég!

Villarica: Mjög falleg borg, en svolítið dýr miðað við restina af Chile.

Punta Arenas: Voðalega Íslandsleg borg. Hægt að sjá alveg FULLT af mörgæsum og Suður Ameríska strúta (ñandu fuglar).
——-

Svo þegar ferðinni um Chile var lokið leigðum við íbúð í Viña del Mar, en fengum því miður íbúð á versta stað í bænum… þeim hættulegasta… eitt sinn var ég elt heim… það var skuggalegt, en sem betur fer gekk einhver manneskja framhjá mér svo ég gat forðað mér yfir götuna og hlaupið heim!

Við vorum þarna í mánuð og það var samt sem áður fínt, þó staðsetningin væri ekki sem best. Svo fórum við í næstu ferð… fórum í alveg KLIKKAÐSLEGA rútuferð til Paraguay… GERI ÞETTA SKO EKKI AFTUR!! 42 klst ferð með aðeins einu klst stoppi og öðru 30 mín stoppi… úff… en þetta var hagstætt! Man nú reyndar ekki hvað þetta kostaði.

Þegar komið var yfir Andesfjöllin og inn á landamæri Argentínu fór sko SANNARLEGA að hitna í kolunum!! Loftið varð gufukennt og mun heitara en áður. Landslagið breyttist líka… Argentína er mjög fallegt land en mér leiðist “Las Pampas” svæðið… endalaust, grænt, tilbreytingarlaust láglendi.

Þegar á landamæri Paragvæ var komið var hitinn orðinn alveg óbærilegur og ég gat ekki trúað því að það gæti mögulega orðið verra (Núna erum við næstum komin inn í mitt meginland Suður Ameríku). Maður tók andann djúpt til að fá eitthvað loft í lungun og svitinn rann niður hrygginn á manni. Þarna var kona með hringlaga fat á hausnum þar sem hún geymdi alls konar snakk og drykki… en maður varð bara þyrstari ef maður drakk eitthvað…

Mér fannst rauðbrún jörðin og últra-grænn gróðurinn, múrsteinshúsin (það voru BARA hús úr múrsteinum þarna!) og dökkt fólkið einkenna Paragvæ… Fólkið er mjög lygið… af öllum þeim sem ég talaði við og spurði spurninga var okkur ALDREI svarað heiðarlega!

Ég kynntist líka þvílíkum KIKK-DRYKK sem er gerður úr “Guaraná” og GUÐ MINN GÓÐUR það hlítur að vera eitthvað kókaín eða eitthvað í þessu því ég svaf ekki eftir að drekka þetta heldur varð gersamlega ofvirk :-/

Svo drekka Paragvæar te í litlum trékrúsum sem heitir “mate”. Þeir taka trékrúsina og hitabrúsa með sér hvert sem þeir fara; rútustöðina, strætóinn, veitingahús, úti að labba, í söluturninn… hvar sem er!

Frá Asuncion fórum við til Cuidad del Este sem var aftur LÖNG ferð… upp á 5 klst reyndar :P en eftir svona langa ferð frá Chile fannst manni þetta heil eilíf, þó við höfðum nú gist á hóteli í Asuncion kvöldið áður.

Cuidad del Este var ekkert merkileg borg og allt lokað, svo við fórum gangandi yfir til Brasilíu; Foz do Iguazu; yfir “Vinskaparbrúnna” eða “Puente del Amistad”. Í Iguazu eyddum við nokkrum STÓRKOSTLEGUM dögum og er þetta ÁN EFA fallegasta borg sem ég hef séð so-far! Þarna er líka ÖRSTUTT að fara til fallegustu fossa á jarðríki, sem slá út Niagra Falls og Victoria Falls! Ég fer bráðum að skella inn myndum úr ferðinni á netið.

Eftir Iguazú fórum við svo aftur til Paragvæ, nema hvað að við fórum núna til Vestur Paragvæ, ENN LENGRA INN Í MEGINLANDIÐ!! Þar var 46°c hiti og gersamlega ólíft! Þar sáum við kólibrífugla, slöngur, indíána, risavaxnar pöddur og fleira og ég hefði gjarnan viljað vera þarna lengur.. en ó mæ god… hitinn… gat ekki sofið, gat ekki andað, gat ekki borðað né drukkið; Svo við fórum aftur til Foz do Iguazú, Brasilíu.

þaðan fórum við svo beina leið með rútu til Buenos Aires til að heimsækja vin minn þar… ég lenti í vandræðum við landamærin því þeir héldu að ég mætti ekki fara inn í landið án vegabréfsáritunar, en HVERNIG komst ég inn í landið þá áður?? Sagði ég þeim og sýndi þeim stimpilinn frá því 2 vikum áður. Svo þeir hleiptu mér inn.

Buenos Aires varð að algjöru klúðri. Það var alveg dásamlegt að hitta vin minn þar, en við vorum bara með debet kort, en þá var kreppan í Argentínu í hámarki svo það voru ALLIR hraðbankar lokaðir!! Við eyddum deginum með Fernando (vini mínum) og fengum svo miða í gegnum debet kortið til Chile.. það var 12 klst ferð og kostar um 4.000kr.

Ég fór svo aftur seinustu helgina mína í Chile til Argentínu til að heimsækja aftur vin minn og fjölskyldu hans.. var þar yfir helgina.


Þetta voru alveg yndislegi tímar í Chile og mig langar alveg óskaplega til þess að fara aftur, nema taka lengri tíma í þetta, skipuleggja aðeins meira, taka aðeins fleiri myndir, fara til MIKIÐ fleir landa…. Betra, betra, betra!!

Hérna eru nokkrar myndir frá Chile og meiri lýsing á ferð minni:
http://www.geocities.com/thrudur84/dagbok/1janu ar.html