Vestfirðirnir eru mjög skemmtilegir, mikið af gönguleiðum, fuglalífi og fleiru. Ég fór í fyrra sumar á strandirnar. Þar er frekar hvasst en mjög fallegt landslag, eins og Reykjarneshyrnan.
Áætlaður göngutími á hana eru 3 tímar og er nokkuð auðvelt að ganga á hana. Ef maður er hins vegar ekkert göngufrík, þá getur maður farið á galdrasafnið á ströndum. Mér fannst það mjög skemmtilegt. Á því er sagt frá ýmsum galdraaðferðum og galdrakörlunum og konunum sem notuðu þær. Þar eru líka “skýringarmyndir” og “skýringarlíkön”.

Í hitti sumar fór ég á sunnanverðu Vestfirðina. Þar er ekki eins mikill vindur og meira fuglalíf. Þar stoppuðum við og gistum í Flókalundi, á tjaldstæðinu (það er líka hægt að gista í gistihúsinum, það er mjög flott). Í Flókalundi er hægt að ganga í náttúrulegann heitann pott sem er þar stutt frá. Eftir dvölina í Flókalundi fórum við og stoppuðum á Látrabjargi, síðan fórum við á Ísafjörð og gistum þar og fórum í sund. Á Ísafirði var mjög gott veður, og eins og kunningjar okkar sögðu: Það er alltaf gott veður á Ísafirði.
Þess vegna mæli ég tvímælalaust með Vestfjörðunum!