Ég fór til Egyptalands fyrir 2 mánuðum og var í 3 vikur.Mig alngar svolítið að segja frá því.

Foreldrar mínir (sem búa ekki saman) komu sér saman um að gefa mér þá jólagjöf að faara til Egyptalands en það yrði soldið seinna en um jólin, og það tafðist til 4. febrúar.Við flugum til Kaupmannahafnar með 7:45 flugi frá Icelandair og við þurftum að vakna hálfsex og vorum komin á flugvöllinn svona hálf sjö.
Þegar við vorum komin til Kaupmannahafnar þurftum við að bíða í 2 og hálfan tíma á flugvellinum og svo tókum við vél til Kaíró með einhverju flugfélagi sem ég man ekki hvað hét.
Við vorum komin til Egyptalands einhvað 2-3 um nótt að staðartíma og ég sofnaði í leigubílnum á leiðina á hótelið.
Þetta var 4 stjörnu hótel sem hét Hotel Kairo og var eitt af u.þ.b. 30 hótelum sem voru um alla Kaíróborg.
Fyrsta daginn komum við okkur bara fyrir og svo fórum við aðeins niður í miðbæ (en þangað var svona hálftíma labb).Þó það væri vetur hér var 24 stiga hiti þarna.
Þegar við voum að labba í miðbænum hengdi einhver betlari sig utan í mig og grenjaði á peninga, en pabbi hrinti honum frá.Þá dró þessi klikkaði gaur upp hníf og bullaði einhvað á arabísku.Svo reyndi hann að stinga pabba með hnífnum.En sem betur fer kom einhver lögga þarna og tók gaurinn.
Þetta var creepy….
Svo var þetta bara frekar rólegt fyrstu vikuna.Við fundum sundlaug rétt hjá og einhvað.Svo fórum við í Tívolí en það var frekar ræfilslegt og lélegt.Það var geðveikt síðan þegar við fórum í dýragarðinn á svona 12 degi.Það voru geðveikt töff dýr þarna.Svo þegar við vorum búin að vera í 2 og hálfa viku fórum við í geðveika túristaferð.Fyrst fórum við og skoðuðum borgina og svo fórum við úr henni og skoðuðum pýramídana og einhvað og Það voru örfáir sem mátti kíkja í og við stoppuðum hjá einum og þæað voru alvöru múmíur þarna og allt.
SVo fórum við aftur heim á hótel og einhvað.Og svo þegar vð vorum á leiðinni á flugvöllinn, þá tafðist rútan geðveikt mikið útaf fólki sem var að mótmæla verðandi stríði í Írak.
Flugvöllurinn þarna sem við fórum á var í klukkutíma fjarlægð frá Kaíró og þegar við loksins komumst brunaði rútan út á flugvöll og þá var hálftími í flug.Við náðum að vera fyrst í Check in og svo hlupum við inn í vélina og hún tafðist geðveikt mikið vegna þess að þetta tók alls um 1 og hálfan tíma að checka alla inn( þetta var náttla til Kaupmannahafnar ) og svo fórum við bara til Kaupmannahafnar og gistum þar eina nótt.Svo flugum við bara heim.
En þetta var geðveik ferð..Gaman að sjá landið þótt við höfum ekki gert mikið.
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.