Hæ, Þar sem það hefur ekki verið send inn grein lengi ætla ég að senda inn!
Ég er búinn að fara þangað tvisvar og hef ég skemmt mér frábærlega í bæði skiptin! Þá leigðum við hús með sundlaug sem er MJÖG þæginlegt! Ég er búinn að fara í Disney og Universal studios og var mjög gaman þar! Svo fórum við í Gatorland og voru þeir með nokkrar sýningar sem voru skemmtilegar! Svo er margt þarna mjög ódýrt….Svo í einum að skemmtigörðum Disney er flugeldasýning á hverju kvöldi og ættu flugeldasjúklingar (og þeir sem vilja) fara þangað! Svo eru nokkrir mini-golf vellir þarna og er mjög gaman að fara þar td: það er einn þarna sem er með hellum og fleira og er mjög gaman að fara þar í hitanum á kvöldin! Svo er sniðugt á sumum mini-golf völlum að ef þú hittir í sérstaka holu í fyrsta höggi þá færðu frítt næst þegar þú ferð í mini-golf! Svo er MIKLU meira að gera þarna td: go-kart, golf og fleira og mæli ég með að þið skellið ykkur þangað! En flugið tekur um 7 - 8 klukkutíma! Mæli með Orlando, Florida! Takk fyrir mig…JoiMjoi