Ég man eftir því að þegar ég var að fara fysta sinn út, ég og vinir mínit fóru til Costa del sol fyrir 5 árum. Ég kom heim til að segja mömmu og pabba að ég væri að fara til spánar. Mamma var mjög hrifin en pabbi ætlaði aldrei að skilja afhverju ég væri að fara í þetta ferðalag,því að það væri svo margt að sjá hérna á Íslandi. Ég sagði honum að mér þætti mjög gaman að ferðast og sjá mismunandi mennigu. Pabbi sagði að ég væri ekki að missa af miklu og sagðist ætla aldrei til útlanda því að hann hefði engann áhuga á því. En viti menn 3 árum seinna segjir mamma mér að henni og pabba væri boðið til Dubliner, fyrirtækið sem pabbi er að vinna hjá bauð þeim. Þetta átti að halda árshátíðina þarna. Ég var nú viss á því að hún þyrfti að fara ein því að það væri ekki glæta að pabbi færi með eftir þessar tilkiningu sína þegar ég fór út. En svo kom það í ljós að hann ætlaði líka,það tók mig 2 vikur að átta mig á því að hann væri að fara út. Svo kom að því,þau fóru til Dubliner. Mamma hringdi í mig þegar þau lentu og ég spurði hvernig pabbi væri að fýla sig, hún sagði að hann væri svoldið spenntur. Svo hringdu þau rétt áður en þau komu heim og ég talaði við pabba og spurði hvernig hann skemmti sér, hann var svo ánægður og sagðist ætla aftur einhvern tímann. Ég var svo hissa að ég spurði hann hver hann væri og hvað hann hafði gert við pabba minn hehe. Hann hló bara og viðurkenndi að hafa rant fyrir sér með þetta allt saman. Núna í sumar ætla þau að sigla til Noregs til að heimsækja bróðir minn,fjölskyldu hans og ættingjana mína sem búa þarna. Skipið kemur við í Færeyjum svo að bráðum þá er pabbi búinn að ferðast meira en ég, því að ég hef bara farið til Spánar og Afríku huuhhh og ég sem dýrka að ferðast en hef ekki getað farið eins mikið og ég vildi. En ég vona að hann eigi eftir að skemmta sér :)