Það að ferðast út fyrir sitt eigið menningarsvæði er nauðsinlegt fyrir hvern einstakling svo að hann geti þoskast almennilega og lært að skilja heiminn. Það er ósanngjarnt að fordæma siði múslíma, Kínverja eða frumbyggja Afríku þegar maður hefur ekki kynnst menningu þeirra. Það er ekki alltaf bara ein hlið á málinu. Til að fólk geti lifað í friði á jörðinni þarf það að kynnast siðum og menningu hvors annars og læra að bera virðingu fyrir þeim. Þess vegna eru ferðamenn, og þá er ég að tala um hina góðu ferðamenn bakpokaferðalanganna, mikilvægir pílagrímar. Því eitt að því skemmtilegasta við að ferðast og sofa á farfuglaheimilum er að kynnast fólki. Og á þessum ferðum kynnist maður fólki hvaðævanaf úr heiminum. Sem dæmi um það get ég tekið dæmi um það að þegar ég var að ferðast um andeshluta Suður-Ameríku í vor þá kyntist ég fólki frá öllum heimsálfum, nema Suðurskautslandinu. Og mér varð vel til vina við margt af þessu fólki, og sumt af því hefur jafnvel komið og heimsótt mig og ég hygg á að heimsækja það líka. Á ferðalögum kynnist maður því fólki frá fjarlægum stöðum og menningarheimu en á samt alltaf það sameiginlegt með þeim, að vera “backpacker.” Og þegar maður þekkir einhvern í Mið-Austurlöndum, Írak, Palestínu, Venezuela… já eða hvar sem er þá fer maður að bera umhyggju og virðingu fyrir löndum þeirra og menningu. Þess vegna hvet ég alla til þess að fara einhverntímann á ævinni í bakpokaferðalag… maður lærir marg á því, bæði um aðra og önnur lönd… en samt örugglega mest um sjálfann sig og sitt eigið land.
Og nú þegar það er orðið svona ódýrt að fljúga til London þá ættu peningar ekki að standa eins mikið í veginum fyrir ævintýraþyrstum ferðalöngum því að það er auðvelt að finna ódýr fargjöld á netinu frá London til “whereever”
e-bookers.com er fín síða…
þannig að núna er bara að drífa sig og kaupa lonely planet um staðinn sem þig langar á og skella sér síðan bara út í undirbúning!!
Ferðumst á nýju ári… og sýnum umhverfinu alltaf virðingu