Hafið þið ferðast um landið okkar? þá meina ég ferðast, skoðað, pælt o.s.fv. Ég þræddi austfirðina í fyrra og leist mjög vel á. Hef ekki keyrt þetta síðan ég var svona 7 ára (er 14 núna).
Ég ferðast oft mikið norður og er mjög mikið fyrir sunnan, en þá aðallega í borginni. En að sjálfsögðu ferðast ég líka um gömlu góðu Vestfirðina, þar sem ég bý;). Hafið þið keyrt um Vestfirðina(þ.e.a.s ef þið búið ekki þar) og skoðað. Þetta ER gaman!
svo eru sumir að segja að það sé svo leiðinlegt að keyra bara og keyra og þetta sé allt sama þvagan. Stundum verð ég auðvitað þreytt, orðin bílveik og svoleiðis, en annars er þetta frábært. Maður verður eiginlega bara að læra að skoða. Og þá kemur að því:
fullorðið fólk þekkir liggur við ÖLL fjöll á landinu og ár, fossa og bara gjörsamlega öll. Það er alltaf skemmtilegast að skoða það sem maður hefur lært um (finnst mér). En málið er bara að það er eiginlega ekkert kennt um sona í skólanum. Landafræði snerist um Ísland í 4. bekk. Og fór 4. bekkur eiginlega alveg í það! en maður man ekkert síðan þá, þá var maður svo lítill!!
Ég er ekkert að segja neitt hérna “áfram landafræði” ég er ekkert nörd sem pælir BARA í sona hlutum en málið er bara að þetta er skemmtilegt…Ísland! það er skemmtilegt að pæla pínu í landinu. Allavega skemmtilegra en að læra um Afríku og það. Það er svo sem allt í lagi að læra um það, en mér finnst að það mætti nú sleppa hluta af því og kenna um Ísland í eldri bekkjunum!!

Go Ísland!!;)