Eðlulegasta svæðið Árið 2001 fór ég til Costa del Sol og dvaldist þar í þrjár vikur og gisti á hótel Castillo de Santa Clara, mig langar að deila með ykkur ögn af reynslu minni á hótelinu.
Dag einn, fljótlega eftir komuna á þetta líka ágæta hótel þá var náttulega eins og menn gera ráð fyrir fengið sér aðeins neðan í því. Haldið var í bæinn og felstir pöbbar, slemmtistaðir og ekki skemmtistaðir skoðaðir ásamt nokkrum karaoke börum.
Eins og flestir verða eftir að hafa drukkið bjór og skot á hverjum þeim stað sem stoppað var þá urðum við frekar daprir til allra gjörða og tungan farinn að vera nokkrum númerum of stór til ða haldast á réttum stað í munninum.
Jú svo þegar komið var að hótelinu eftir þessa frægðar för sem ekki verður getið nánar hér þá löbbuðum við óvart í gegnum hótelið og lentum á ströndini, jú þegar við föttuðum það þá fórum við aftur til baka, fengum afhenta lykklana og héldum upp á herbergi.
Þegar ég labbaði inn á mitt herbergi sem er númer 203 á Hotel Castillo de Santa Clara þá var engin það eins og það átti að vera, nema ég var orðin pínu valtur að ég rakst lítillega utan í rúmmið og undan því spruttu þrjú stikki eðlur, já EÐLUR í MÍNU herbergi, ég ekki í réttu ástandi spratt upp í rúmm eins og hver annar hræðslupúki en eðlurnar hlupu undir komóðu og á bak við mynd uppi á vegg.
Eftir ða vera búinn að sitja á rúmminu í tæpa klukkustund með baunabyssu og bjór mér til voppna þá gafst ég upp og fór niður í afgreiðslu.
Þegar þangað var komið þá sagði ég við blessaðan manninn sem átti sér einskis ílls von, tungan á mér var ögn of stór til að geta borðið hlutina fram eins og góðu hófi gegnir og.

Hörður: Excuse me, but there are three Wizard in my room.
Afgreiðslu maðurinn: WHAT ?
Hörður: No, you dont under stand, threr are three extremely small dinosaurs in my room.
Afgreiðslu maðurinn: WHAT, you must be drunk, go back to sleep.
Hörður frekar pirraður á kalli: uuuuuu I'm sorry I made a mistake, it is called Lizard.
Afgreiðslu maðurinn: WHAT ?
Hörður: Yes, the small dinosaurs I was talking about.
Afgreiðslu maðurinn: OK, We talk about it in the morning.
Þannig endaði þetta blessaða samtal að maðurinn trúði mér ekki og ég endaði á því að fara og sofa í öðru herbergi sem er á FIMMTU hæð, nægilega langt frá öllum eðlum.

2-3 dögum seinna þá spurði afgreiðslu maðurinn mig hvort ég væri fluttur út úr herberginu en þá var ég meira edrú en áður og gat sagt manninum hvernig allt væri og þá varð honum svo um að ég hafi verið að segja satt að hann lét mig samstundis fá annað herbergi sem ég var í það sem eftir var ferðarinnar.

Með þessu vill ég þakka starfsfólki Casdillo de Santa Clara fyrir afbragðs þjónustu þrátt fyrir að þeir lesi þetta alldrei :)

ps. þegar ég fór aftur þarna árðið eftir þá mundi afgreiðslu maðurinn eftir mér og heilsaði með nafni, hversu gott minni þarf maður að vera með til að vinna á hóteli og muna eftir eitthverjun fullum íslendingi ? :)