Imei númer er raðnúmer GSM síma. Hver einasti GSM sími hefur sitt eigið Imei númer. Það er hægt að sjá hver framleiðandi símans er á 2 fyrstu stöfunum.

44 og 49 er Nokia
52 er Ericsson
33 er Sagem (minnir mig)

Ef þú sérð að inn á þennan lista vantar byrjunina á Imei númeri símans þíns sendu þá inn tegund símans og byrjunina og ég bæti því inn á listann.

Langa númerarunanan á GSM kortunum sjálfum er einnig mjög upplýsandi. 8935401 í byrjun þýðir að þetta sé GSM númer (89) á Íslandi (354) tengt GSM kerfi Símans (01). Svo kemur árið sem kortið var framleitt, mánuðurinn, dagurinn og svo öryggiskóði.