Ef þú vilt vita um afdrif SMS skeytis getur þú set *nm# í byrjun skeytisins og sent það eins og venjulega.
Eftir skamma stund færð þú SMS tilbaka sem segir þér hvort skeytið hafi verið móttekið eða hvort það hafi verið geymt (Buffered).
Þá er slökkt á síma viðtakandans eða hann er utan þjónustusvæðis og skeytið mun bíða þangað til kveikt er á honum.
Þú getur stillt hversu lengi SMS skeytið bíður í SMS stöðinni með því að fara inn í "Messages - Message Settings - og finna þar Message Validity. Ég mæli með að hafa þann tíma ekki lengri en 1 dag. Annars er hætt við því að SMS skeytið verði úrelt þegar það kemst á leiðarenda.