Ef þú átt Ericsson t68 síma, þá ert þú heppinn!
Ekki nóg með það að þú átt flottasta og besta símann á markaðinum í dag, heldur er vona á virkilega stórri hugbúnaðaruppfærslu í viku 20 (sem byrjar 12 maí, mánudaginn næsta!). Ég veit sossem ekki hvort hún kemur strax hjá aðilum hér á landi, en hún á að koma út þá.
Hvað er svona merkilegt við þessa uppfærslu??? Heill hellingur! Síminn verður hraðari, þú getur búið til þín eigin “Themes” (hvernig menuið lítur út), fleiri backgrounds, nýjar hringingar, MMS, og fleira. En það sem mér finnst flottast af öllu í nýju uppfærslunni er sá möguleiki að setja inn myndir í símaskránna! Þ.e. í contact er hægt að setja mynd af aðilunum, svo þegar mamma þín hringir, færðu mynd af henni uppá skjáinn!!! Verí kúl! Og síminn mun geta geymt allt uppí 50 myndir!!!
Þið getið lesið meira um þetta allt hér:
http://forum2.tsixtyeight.com/viewtopic.php?t=1118

Ég mæli líka með, ef þið hafið virkilega gaman af símanum ykkar, að skoða þessa síðu, www.tsixtyeight.com og sérstaklega FORUMið, það er very gaman þar! :)

Svo nú er bara að fá nýja hugbúnaðarpakkann í næstu viku, henda inn myndum og fara og sýna öllum Nokia-vinunum þetta og horfa á þá grænka af öfund!
————————-