Ég vona að þetta sé ekki of retro fyrir huga, en ég var að finna gamla Nokia 3310 símann sem ég fékk í fermingargjöf fyrir 11 árum og langar endilega að nota hann því mér finnst það fyndið að þykjast vera hipster. Vandamálið er að víbringurinn virkar ekki og það heyrist ekkert í símanum þegar það er hringt í hann eða sent sms í hann. Ég heyri samt fullkomnlega í hinni manneskjunni þegar ég hringi úr honum.

Veit einhver hvort það sé einhver grúskari sem gerir ennþá við svona gamla síma?