Nú er loksins bluetooth að komast í almennilega notkun út um allt… og hún rúlar! Ekki spurning!
Sjálfur á ég T68 frá Ericsson (gleymið Nokia, þetta er málið!), sími sem er nánast fullkominn í alla staði… hann er meira að segja með Snake, fyrir hard-core Nokiafólkið.
En! Er einhver sem er kominn með almennilega reynslu á notkun á Bluetooth-inu? T.d. headsettin. Mig langar vibba mikið í solleiðis, kostar bara 25 fjólubláa, og það er svona á mörkunum að maður skelli sér á það… nema kanski að einhver geti sagt góða hluti um þau (þ.e. headsettin)???
————————-