Hef árum saman beðið eftir að í einn síma sameinist vel og vandlega MP3 spilari og myndavél. Nú er svolítið síðan að slíkar græjur sem ehð er varið í fóru að birtast á markaðnum, og núna 2009 er orðið svo mikið af þessu að mjög erfitt er að velja það sem manni hentar. Seinast þegar ég var að kynna mér þetta, sem var fyrir tæpu ári, leist mér best á Nokia N85. Er hann bestu kaupin í dag?

Það sem ég leita eftir er:
- mikið minni (4 GB algjört lágmark)
- þokkaleg myndavél (3MP lágmark)
- spilar MP3, ekki verra að það sé FM útvarp

Svo er það þannig að ég er að fara hefja dagbók/bókhald og fara notast við skipuleggjara/dagatal, og auðvitað frábært ef ég get notað símann fyrir þetta. Ég vil skrá niður drauma mína, hvað ég ét, eyði, græði, ef eitthvað áhugavert gerðist þann dag, hugmyndir sem ég fæ, og svo framvegis.

Deilið reynslu ykkar af svona hlutum!
Er einhver að selja svona græju?
Eru einhver forrit eða vefþjónustur sem gætu gagnast mér í dagbókarhaldinu? Helst að það ‘synci’ við síma.
Mortal men doomed to die!