ég er búinn að eiga símann núna í rúmlega 1 ár hann hefur bilað 2svar.. og í bæði skiptin þá var hann enduruppsettur.

En núna um daginn þá var hann að bila í 3ja skiptið!!

það var þannig að allt í einu hættu hann að hringja þegar hringd er í hann.. hann víbrar bara ég tjekkaði nottla strax á uppsettningunni en það er allt í fína með hana. ég bara fattaði ekki neitt síðan núna áðan þá hætti hann að víbra líka!

ég er með svona key tones á það virkar alveg.. heyri alveg bíbið þegar ég ýtí á takka.

hvað gæti verið að??


það er eitt sem mér kemur í huga sem gæti hafa verið vandamálið.
ég fékk lánað handfrjálsan búnað um daginn hjá pabba mínum þegar ég skrapp í bæinn um daginn og alltí fína hann virkaði alveg.
en bilunin kom 2 dögum eftir að ég hætti að nota hann.

ég hef prufað að tengja hann aftur við en samt virkar ekki ennþá.

þá tók ég eftir dálitlu á tækinu 71xx-61xx-51xx handfrjálsi búnaðurinn á ekki að stiðja 6210 en samt virkaði hann fínt..


þar sem ábyrgðin er búin þá tími ég ekki að setja hann í viðgerð get heldur ekki verið í 2 mánuði án síma aftur!!..