Ég lenti í því óhappi að vinur minn hellti sprite yfir símann minn, nýjan 6210 (held að það sé hann, þessi með íslenskunni þarna) Hann var búinn að frjósa og slökkva á sér og ætlaði að fara með hann í viðgerð áður en þetta gerðist.

Það er orðið soldið síðan að þetta gerðist og takkarnir urðu stífir og leiðinlegir, ég hélt að þetta mundi lagast með tímanum … en neibb, ekkert að lagast. Ef ég hef farið í langa sturtu og það hefur komið góð móða í baðherbergið þá hefur hann lagast í smátíma, líka þegar það kemur smá bleyta á takkana en það er alltaf bara tímabundið svo aftur í sama horfið.


Hvað get ég gert til að laga þetta endanlega?? Og er ég ekki alveg búinn að glata því að fá símann lagaðan útá ábyrgðina í sambandi við það að hann frjósi og slökkvi á sér??