Ég er með Nokia E66. Meiriháttar sími alveg. En eitt böggar mig þó. Inni í SMS Inboxinu kemur sendandi alltaf á formatinu “Eftirnafn, Fornafn” sem er auðvitað alveg óþolandi. T.d. eru margir í skránni hjá mér sem eru Einarsdóttir og þá þarf maður að fara krókaleiðir til þess að finna hver var raunverulega að senda skilaboðin.

Þessu virðist hvergi vera hægt að breyta, amk finn ég það ekki.

Hafið þið lausn?