Jæja
Málið er þannig að í febrúrar ákvað ég og vinkona mín að skella okkur til Nova og fengum Nokia 6120. Þeir voru alveg gasalega lekkerir en svo fóru þeir að bila. Fyrst hjá vinkonu minni. Hennar sími fór í viðgerð. Minn sími fór að gera það sama, semsagt frjósa, skruðningar meðan símtal er og hætta að gefa frá sér hljóð. Ég sendi minn í viðgerð og lánssíminn sem ég fékk var líka bilaður, fraus og heyrðist ekkert í svo ég skilaði honum og fékk nýjann. Þessi seinni lánssími fraus í morgun og hætti að hringja á laugardaginn.

Ég er orðin nett pirruð á þessu því 3sinnum hef ég verið sein í skólann sökum þess að síminn fraus og hringdi því ekki og svo missti ég af atvinnutækifæri !!!

Mér finnst að ég ætti að fá að velja mér annan síma!

Endilega ráðleggið!:)
(fékk hann á svona “borgar 2000 kr á mánuði í ár og færð 2000 kr inneign í staðinn”)